Ætlar að kyssa kallinn sinn strax eftir bólusetningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2021 07:01 Til stendur að hefja bólusetningu 70 ára og eldri sem búa heima hjá sér í næstu viku. Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar í gær um hvernig bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga við Covid-19. Þar kemur fram að vega og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að unnið sé að því í þessari viku að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum í annað sinn. Einnig séu nú að hefjast bólusetning á sambýlum, dagdvölum og hjá þeim sem fá heimahjúkrun. „Vonandi náum við í næstu viku að byrja á frískum eldri borgurum. Þá byrjum við á þeim elstu sem búa í eigin búsetu,“ segir Sigríður. Talað um lítið annað en bólusetningu Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi í Dalbrautarþorpinu, segir að bólusetning sé þar mál málanna þessa daganna. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa sem eru allir yfir 70 ára aldri en allir þeirra voru jákvæðir gagnvart bólusetningu. Þeirra á meðal er Ingunn Erla Stefánsdóttir, 96 ára íbúi, sem segist hlakka mikið til þess að fá bólusetningu. Finnst þér fólk vera jákvætt fyrir því að fara í bólusetningu? „Já, þau sem ég hef talað við finnst mér bara bíða eftir því. Þá höldum við að við verðum frjálsari og fáum að fara meira en við höfum gert.“ Frans Pétursson, 90 ára íbúi ætlar sömuleiðis svo sannarlega að þiggja bólusetningu. „Ég bíð eftir henni bara, að fá að borða hérna öllsömul saman og eiga smá stund saman. Það er það eina sem breytist held ég,“ segir Frans og bætir við að það verði ánægjulegt að geta hitt aðra. „Það er bara það sem lífið snýst um, það er ekkert annað en það.“ Faðmlög og kossar efstir á forgangslista Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir, 72 ára íbúi segist vita vel hvert hennar fyrsta verk verður að lokinni bólusetningu. „Kyssa manninn minn. Hann er hérna á Skjóli með Alzheimers og það er sárt. Ég fór með hann að ganga á sunnudaginn og það var æðislegt, hann var svo ánægður. Hann hefur verið innilokaður svo lengi. Hann er búinn að fá fyrri sprautuna og á eftir að fá þá seinni.“ „Þetta er orðinn langur tími og erfiður, hann hefur verið það. Ég hef aldrei kynnst svona löguðu fyrr,“ bætir Dagbjört við. Örn Erlendsson, 82 ára formaður húsfélagsins í Dalbrautarþorpinu, þarf ekki heldur að hugsa sig tvisvar um aðspurður um það hvort hann ætli að láta bólusetja við Covid-19. „Já, ég er nú hræddur um það og er alveg ákveðinn,“ og bætir við að honum leiðist að geta ekki faðmað börnin sín. Að lokinni bólusetningu séu tveir hlutir efst á forgangslistanum: Faðmlög og mikilvægt viðhald í Dalbrautarþorpinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að unnið sé að því í þessari viku að bólusetja íbúa á hjúkrunarheimilum í annað sinn. Einnig séu nú að hefjast bólusetning á sambýlum, dagdvölum og hjá þeim sem fá heimahjúkrun. „Vonandi náum við í næstu viku að byrja á frískum eldri borgurum. Þá byrjum við á þeim elstu sem búa í eigin búsetu,“ segir Sigríður. Talað um lítið annað en bólusetningu Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfi í Dalbrautarþorpinu, segir að bólusetning sé þar mál málanna þessa daganna. Fréttastofa ræddi við nokkra íbúa sem eru allir yfir 70 ára aldri en allir þeirra voru jákvæðir gagnvart bólusetningu. Þeirra á meðal er Ingunn Erla Stefánsdóttir, 96 ára íbúi, sem segist hlakka mikið til þess að fá bólusetningu. Finnst þér fólk vera jákvætt fyrir því að fara í bólusetningu? „Já, þau sem ég hef talað við finnst mér bara bíða eftir því. Þá höldum við að við verðum frjálsari og fáum að fara meira en við höfum gert.“ Frans Pétursson, 90 ára íbúi ætlar sömuleiðis svo sannarlega að þiggja bólusetningu. „Ég bíð eftir henni bara, að fá að borða hérna öllsömul saman og eiga smá stund saman. Það er það eina sem breytist held ég,“ segir Frans og bætir við að það verði ánægjulegt að geta hitt aðra. „Það er bara það sem lífið snýst um, það er ekkert annað en það.“ Faðmlög og kossar efstir á forgangslista Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir, 72 ára íbúi segist vita vel hvert hennar fyrsta verk verður að lokinni bólusetningu. „Kyssa manninn minn. Hann er hérna á Skjóli með Alzheimers og það er sárt. Ég fór með hann að ganga á sunnudaginn og það var æðislegt, hann var svo ánægður. Hann hefur verið innilokaður svo lengi. Hann er búinn að fá fyrri sprautuna og á eftir að fá þá seinni.“ „Þetta er orðinn langur tími og erfiður, hann hefur verið það. Ég hef aldrei kynnst svona löguðu fyrr,“ bætir Dagbjört við. Örn Erlendsson, 82 ára formaður húsfélagsins í Dalbrautarþorpinu, þarf ekki heldur að hugsa sig tvisvar um aðspurður um það hvort hann ætli að láta bólusetja við Covid-19. „Já, ég er nú hræddur um það og er alveg ákveðinn,“ og bætir við að honum leiðist að geta ekki faðmað börnin sín. Að lokinni bólusetningu séu tveir hlutir efst á forgangslistanum: Faðmlög og mikilvægt viðhald í Dalbrautarþorpinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30