LeBron James sjóheitur þegar Lakers byrjaði langt útileikjaferðlag á sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 07:31 LeBron James var illviðráðanlegur í nótt enda setti hann niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. AP/Jae C. Hong LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann Golden State og sigurganga Utah Jazz hélt áfram. LeBron James skoraði 34 stig þegar Los Angeles Lakers vann 113-106 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var fyrsti leikurinn í löngu ferðalagi Lakers liðsins þar sem liðið spilar sjö útileiki í röð. LBJ drops season-high! @KingJames' 34 PTS (6 3PM), 8 AST propels the @Lakers past MIL as they move to 8-0 on the road! #LakeShow pic.twitter.com/dX2lc8Uyjw— NBA (@NBA) January 22, 2021 LeBron James hafði ekki skorað meira í einum leik á tímabilinu en hann ætlaði greinilega að passa upp á það að liðið kæmi sterkt til baka eftir tapið á móti Golden State Warriors í leiknum á undan. James var auk stiganna með 8 stoðsendingar og 6 fráköst en liðið vann fær 38 mínútur sem hann spilaði með 15 stigum. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 23 stig og Anthony Davis var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. James var annar á eftir Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks í kjörinu á mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð og þetta var fyrsta viðureign þeirra félaga síðan þá. Giannis var með 25 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar í nótt en hann tapaði líka níu boltum. Jrue Holiday skoraði 22 stig og Khris Middleton var með 20 stig. KCP catches fire! @CaldwellPope pours in 23 PTS, 7 3PM in the @Lakers W! #LakeShow pic.twitter.com/SmEujsvTs2— NBA (@NBA) January 22, 2021 Leikmenn Lakers liðsins röðuðu niður þriggja stiga skotum í leiknum en þeir hittu alls úr 19 af 37 skotum fyrir utan. James setti niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum en Caldwell-Pope gerði enn betur með því að setja niður sjö af tíu. Career-high for RJ! @RjBarrett6's 28 PTS help the @nyknicks win on the road in San Fran. #NewYorkForever pic.twitter.com/vNIhAf11zF— NBA (@NBA) January 22, 2021 New York Knicks liðið er komið á skrið en liðið vann 119-104 sigur á Golden State Warriors í nótt. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð. RJ Barrett var með 28 stig og 5 stoðsendingar, Mitchell Robinson skoraði 18 stig og Julius Randle var með 16 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Steph Curry var með 30 stig fyrir Golden State liðið sem náði ekki að fylgja eftir sigri á Lakers í leiknum á unan. Curry hitti úr 5 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig og nýliðinn James Wiseman skoraði 15 stig. JAZZ WIN 7th STRAIGHT! @spidadmitchell goes for a season-high 36 in the @utahjazz W vs. New Orleans! #TakeNote pic.twitter.com/dgLNWYJ3y1— NBA (@NBA) January 22, 2021 Donovan Mitchell skoraði 36 stig á aðeins 34 mínútum þegar Utah Jazz vann 129-118 sigur á New Orleans Pelicans en Utah liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og ellefu af fimmtán leikjum tímabilsins. Mike Conley skoraði 20 stig og Jordan Clarkson kom með 19 sitg inn af bekknum. Zion Williamson skoraði 27 stig fyrir Pelicans liðið og Brandon Ingram var með 23 stig. NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
LeBron James skoraði 34 stig þegar Los Angeles Lakers vann 113-106 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var fyrsti leikurinn í löngu ferðalagi Lakers liðsins þar sem liðið spilar sjö útileiki í röð. LBJ drops season-high! @KingJames' 34 PTS (6 3PM), 8 AST propels the @Lakers past MIL as they move to 8-0 on the road! #LakeShow pic.twitter.com/dX2lc8Uyjw— NBA (@NBA) January 22, 2021 LeBron James hafði ekki skorað meira í einum leik á tímabilinu en hann ætlaði greinilega að passa upp á það að liðið kæmi sterkt til baka eftir tapið á móti Golden State Warriors í leiknum á undan. James var auk stiganna með 8 stoðsendingar og 6 fráköst en liðið vann fær 38 mínútur sem hann spilaði með 15 stigum. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 23 stig og Anthony Davis var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. James var annar á eftir Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks í kjörinu á mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð og þetta var fyrsta viðureign þeirra félaga síðan þá. Giannis var með 25 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar í nótt en hann tapaði líka níu boltum. Jrue Holiday skoraði 22 stig og Khris Middleton var með 20 stig. KCP catches fire! @CaldwellPope pours in 23 PTS, 7 3PM in the @Lakers W! #LakeShow pic.twitter.com/SmEujsvTs2— NBA (@NBA) January 22, 2021 Leikmenn Lakers liðsins röðuðu niður þriggja stiga skotum í leiknum en þeir hittu alls úr 19 af 37 skotum fyrir utan. James setti niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum en Caldwell-Pope gerði enn betur með því að setja niður sjö af tíu. Career-high for RJ! @RjBarrett6's 28 PTS help the @nyknicks win on the road in San Fran. #NewYorkForever pic.twitter.com/vNIhAf11zF— NBA (@NBA) January 22, 2021 New York Knicks liðið er komið á skrið en liðið vann 119-104 sigur á Golden State Warriors í nótt. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð. RJ Barrett var með 28 stig og 5 stoðsendingar, Mitchell Robinson skoraði 18 stig og Julius Randle var með 16 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Steph Curry var með 30 stig fyrir Golden State liðið sem náði ekki að fylgja eftir sigri á Lakers í leiknum á unan. Curry hitti úr 5 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig og nýliðinn James Wiseman skoraði 15 stig. JAZZ WIN 7th STRAIGHT! @spidadmitchell goes for a season-high 36 in the @utahjazz W vs. New Orleans! #TakeNote pic.twitter.com/dgLNWYJ3y1— NBA (@NBA) January 22, 2021 Donovan Mitchell skoraði 36 stig á aðeins 34 mínútum þegar Utah Jazz vann 129-118 sigur á New Orleans Pelicans en Utah liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og ellefu af fimmtán leikjum tímabilsins. Mike Conley skoraði 20 stig og Jordan Clarkson kom með 19 sitg inn af bekknum. Zion Williamson skoraði 27 stig fyrir Pelicans liðið og Brandon Ingram var með 23 stig.
NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira