Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 22:35 SÍM segist bera fullt traust til fulltrúa sinna í úthlutunarnefnd. Getty Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina. Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Myndlist Listamannalaun Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar.
Myndlist Listamannalaun Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira