Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 22:35 SÍM segist bera fullt traust til fulltrúa sinna í úthlutunarnefnd. Getty Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina. Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Myndlist Listamannalaun Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar.
Myndlist Listamannalaun Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira