Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:02 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu á svæðið „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrstu niðurstöður rannsókna á breska afbrigðinu í gær. Hann kvað þær benda til þess að afbrigðið gæti verið hættulegra heilsu fólks, leitt til verri veikinda og verið banvænna en önnur afbrigði. „Þessi skýrsla sem Boris var að vitna í byggir á nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar víða í Bretlandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá möguleiki sé fyrir hendi að þetta afbrigði sé banvænna en það er alls ekki búið að sanna það,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. „Í þessari skýrslu er talað um að þessar rannsóknir nái ekki nema til mjög lítils hundraðshluta dauðsfalla, þannig að þessi möguleiki sé fyrir hendi að þessi átta prósent sé ekki rétt úrtak þannig að þetta gæti verið ofmat á því hversu banvænt þetta afbrigði er. En í skýrslunni komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki að þetta afbrigði sé ekki bara smitnæmara heldur líka banvænna.“ Eðlilegustu viðbrögðin að halda áfram á sömu braut Kári segir að upp undir fimmtíu hafi nú greinst með afbrigðið hér á landi en Íslendingar hljóti að horfa til þess að það hafi ekki breiðst út. „Og ég held að eðlilegustu viðbrögðin hjá okkur væru ósköp einfaldlega að halda áfram eins og við höfum gert hingað til, við höfum verið varkár. Og þó að faraldurinn geisi í löndunum í kringum okkur erum við á tiltölulega góðum stað, sem bendir til þess að aðgerðir okkar á landamærum hafi reynst feykilega vel.“ Þannig að það er kannski ekki tilefni til að hræðast þessar niðurstöður mjög? „Ég held það sé engin ástæða til að hræðast þessar niðurstöður mjög mikið. Þær eru okkur ástæða til þess að vera vakandi, fylgjast vel með því sem er að gerast og fylgjast vel með þeim gögnum sem eru til annars staðar,“ og ítrekar það sem hann hefur áður sagt, að hegðun okkar hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu faraldursins en smitnæmi veirunnar. Önnur afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Brasilíu og Suður-Afríku, hafa valdið vísindamönnum áhyggjum. Kári segir að þessi afbrigði hafi ekki greinst hér á landi. „Nei, og það eru miklu, miklu minni gögn til um þessi afbrigði. Menn hafa velt fyrir sér þeim fræðilega möguleika að suðurafríska afbrigðið gæti sloppið undan ónæmi frá bólusetningu en það eru bara tilgátur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu á svæðið „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. 22. janúar 2021 21:37
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16. janúar 2021 16:13