Í sérstakri sóttkví eftir að breska afbrigðið greindist á leikskóla sonarins Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. janúar 2021 10:32 Anna Þorsteinsdóttir er búsett í Danmörku ásamt tveimur börnum sínum. Vísir Anna Þorsteinsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Danmörku, er nú í tveggja vikna sóttkví eftir að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar greindist á leikskóla sonar hennar. Hún segir stöðuna erfiða. Breska afbrigðið hefur dreift sér hratt um Evrópu, en það er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Ýmis lönd hafa gripið til hertra aðgerða vegna þessa og tóku ströngustu takmarkanir frá upphafi gildi í Osló og nærliggjandi sveitarfélögum í dag. Staðan er svipuð í Danmörku þar sem tilfellum hefur fjölgað hratt. „Í rauninni eru komnar nákvæmlega sömu ástæður núna [og í vor] nema þeir eru að reyna að halda leikskólunum opnum. Þeir vita það að um leið og leikskólarnir loka alveg þá stoppar eiginlega allt svolítið aftur,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Fimm manna samkomubann er í gildi og eru flestar verslanir lokaðar fyrir utan matvöruverslanir. Samkomubannið er í gildi til 7. febrúar og hún segist búast við því að það verði framlengt aftur. Þriðja sóttkvíin síðan í desember Anna býr á stúdentagörðum þar sem fjölmargir aðrir Íslendingar búa. Síðustu tvær vikurnar hafa komið upp smit hjá tveimur fjölskyldum og er hún sjálf í sinni þriðju sóttkví síðan um miðjan desember. Anna segir fréttirnar á föstudag hafa verið mikinn skell fyrir fjölskylduna.Aðsend „Hjá einni fjölskyldu voru allir fjölskyldumeðlimir mjög lasnir. Tveir bestu sonar míns hafa fengið smit á síðustu tveimur vikum. Þetta er þriðja sóttkvíin okkar frá því um miðjan desember,“ segir Anna, en þónokkur smit hafa komið upp á leikskólanum undanfarið. „Núna er ástandið þannig að breska veiran er að greinast svolítið ört hjá okkur. Því fylgja aðrar reglur. Fyrstu tvær [hafa verið] þannig að það er prófað á fjórða degi frá síðasta „kontakti“ við síðasta smit og svo máttu þau fara í leikskólann á fjórða degi, og svo aftur próf á sjötta degi. Þá er staðfestingin komin.“ Hún segir strangari reglur gilda ef grunur er um breska afbrigði veirunnar, sem dreifir sér hratt þessa dagana. „Við fengum rosalega mikinn skell í gær þegar í ljós komu þessar breytingar, af því við bjuggumst bara við því þegar við fengum fréttir af þessari þriðju sóttkví að við myndum vera heima í fjóra daga og svo á fimmta degi myndi barnið komast í leikskóla. Af því að breska afbrigðið var það sem greindist í þetta skiptið erum við komin í tveggja vikna sóttkví, og því fylgja þrjú próf.“ Fólk orðið mjög veikt Anna eyddi jólunum á Íslandi, sem hún segir hafa verið einhvers konar hápunkt þessarar bylgju í Danmörku. Þá hafi dagleg smit verið yfir þrjú þúsund en nú séu þau upp undir þúsund á dag. Kaupmannahöfn sé þó enn í hættu þar sem veiran virðist dreifa sér hratt. „Maður er að passa sig mjög mikið af því að það eru að greinast svona margir sem maður þekkir,“ segir Anna, sem reynir að fylgja öllum reglum eftir bestu getu. Hún segir upplýsingagjöfina hafa verið góða. Eftir að grunur vaknaði um breska afbrigðið fengu þau tilkynningu um að þau þyrftu að lúta strangari reglum næstu vikurnar. „Maður getur í rauninni ekkert tuðað yfir þeim. Þetta eru ekki reglur sem koma bara frá leikskólanum heldur eru þetta reglur sem eru yfir alla þegar þetta afbrigði greinist.“ Hún segir stöðuna erfiða, sérstaklega fyrir námsmenn, því grunnskólar eru enn lokaðir. Margir hafi því þurft að vera heima með börnin sín undanfarnar vikur, en sjálf á Anna eitt barn á grunnskólaaldri. Þá hefur hún áhyggjur af því að smitast sjálf þar sem margir hafi orðið mjög veikir í kringum hana. „Ég er náttúrulega frekar áhyggjufull, sérstaklega þar sem ég er ein með mín börn. Miðað við hvað fullorðna fólkið hérna er búið að verða mikið lasið, þá hræðist maður þetta svolítið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. 23. janúar 2021 14:08 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. 22. janúar 2021 17:27 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Breska afbrigðið hefur dreift sér hratt um Evrópu, en það er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Ýmis lönd hafa gripið til hertra aðgerða vegna þessa og tóku ströngustu takmarkanir frá upphafi gildi í Osló og nærliggjandi sveitarfélögum í dag. Staðan er svipuð í Danmörku þar sem tilfellum hefur fjölgað hratt. „Í rauninni eru komnar nákvæmlega sömu ástæður núna [og í vor] nema þeir eru að reyna að halda leikskólunum opnum. Þeir vita það að um leið og leikskólarnir loka alveg þá stoppar eiginlega allt svolítið aftur,“ segir Anna í samtali við fréttastofu. Fimm manna samkomubann er í gildi og eru flestar verslanir lokaðar fyrir utan matvöruverslanir. Samkomubannið er í gildi til 7. febrúar og hún segist búast við því að það verði framlengt aftur. Þriðja sóttkvíin síðan í desember Anna býr á stúdentagörðum þar sem fjölmargir aðrir Íslendingar búa. Síðustu tvær vikurnar hafa komið upp smit hjá tveimur fjölskyldum og er hún sjálf í sinni þriðju sóttkví síðan um miðjan desember. Anna segir fréttirnar á föstudag hafa verið mikinn skell fyrir fjölskylduna.Aðsend „Hjá einni fjölskyldu voru allir fjölskyldumeðlimir mjög lasnir. Tveir bestu sonar míns hafa fengið smit á síðustu tveimur vikum. Þetta er þriðja sóttkvíin okkar frá því um miðjan desember,“ segir Anna, en þónokkur smit hafa komið upp á leikskólanum undanfarið. „Núna er ástandið þannig að breska veiran er að greinast svolítið ört hjá okkur. Því fylgja aðrar reglur. Fyrstu tvær [hafa verið] þannig að það er prófað á fjórða degi frá síðasta „kontakti“ við síðasta smit og svo máttu þau fara í leikskólann á fjórða degi, og svo aftur próf á sjötta degi. Þá er staðfestingin komin.“ Hún segir strangari reglur gilda ef grunur er um breska afbrigði veirunnar, sem dreifir sér hratt þessa dagana. „Við fengum rosalega mikinn skell í gær þegar í ljós komu þessar breytingar, af því við bjuggumst bara við því þegar við fengum fréttir af þessari þriðju sóttkví að við myndum vera heima í fjóra daga og svo á fimmta degi myndi barnið komast í leikskóla. Af því að breska afbrigðið var það sem greindist í þetta skiptið erum við komin í tveggja vikna sóttkví, og því fylgja þrjú próf.“ Fólk orðið mjög veikt Anna eyddi jólunum á Íslandi, sem hún segir hafa verið einhvers konar hápunkt þessarar bylgju í Danmörku. Þá hafi dagleg smit verið yfir þrjú þúsund en nú séu þau upp undir þúsund á dag. Kaupmannahöfn sé þó enn í hættu þar sem veiran virðist dreifa sér hratt. „Maður er að passa sig mjög mikið af því að það eru að greinast svona margir sem maður þekkir,“ segir Anna, sem reynir að fylgja öllum reglum eftir bestu getu. Hún segir upplýsingagjöfina hafa verið góða. Eftir að grunur vaknaði um breska afbrigðið fengu þau tilkynningu um að þau þyrftu að lúta strangari reglum næstu vikurnar. „Maður getur í rauninni ekkert tuðað yfir þeim. Þetta eru ekki reglur sem koma bara frá leikskólanum heldur eru þetta reglur sem eru yfir alla þegar þetta afbrigði greinist.“ Hún segir stöðuna erfiða, sérstaklega fyrir námsmenn, því grunnskólar eru enn lokaðir. Margir hafi því þurft að vera heima með börnin sín undanfarnar vikur, en sjálf á Anna eitt barn á grunnskólaaldri. Þá hefur hún áhyggjur af því að smitast sjálf þar sem margir hafi orðið mjög veikir í kringum hana. „Ég er náttúrulega frekar áhyggjufull, sérstaklega þar sem ég er ein með mín börn. Miðað við hvað fullorðna fólkið hérna er búið að verða mikið lasið, þá hræðist maður þetta svolítið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. 23. janúar 2021 14:08 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. 22. janúar 2021 17:27 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. 23. janúar 2021 14:08
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02
Mögulega hærri dánartíðni meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu Fyrstu niðurstöður rannsóknar á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það gæti verið hættulegra heilsu fólks og leitt til verri veikinda. Þetta er haft eftir Boris Johnson forsætisráðherra á vef breska ríkisútvarpsins. 22. janúar 2021 17:27