Ákvörðun um að gefa nemanda núll í prófi vegna meints prófsvindls felld úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 17:39 Ákvörðun um að veita nemanda við Háskóli íslands áminningu og núll í einkunn hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun deildarforseta við raunvísindadeild Háskóla Íslands um að gefa nemanda núll í einkunn á lokaprófi í lífrænni efnafræði vegna meints prófsvindls hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun um að veita nemandanum ekki rétt til endurtökuprófs og að veita honum áminningu hefur einnig verið felld úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema sem birtur var í dag. Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira