Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 11:00 Guðmundur Guðmundsson fór mikinn í viðtali við RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. epa/Anne-Christine Poujoulat Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Guðmundi var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og talaði um að þeir Arnar Pétursson og Logi Geirsson hafi sýnt íslenska liðinu óvirðingu með ummælum sínum. Þau hafi farið illa í hann og íslenska liðið. Viðtalið var til umræðu í Sportinu í dag en þar sagði Gaupi að Guðmundur hafi farið fullt geyst í hlutina. „Þetta voru afar óheppileg ummæli hjá Guðmundi. Það hefði verið betra fyrir hann að telja upp að tíu og taka þennan slag daginn eftir, ekki strax eftir leikinn. Einfaldlega vegna þess að hann var reiður og þetta fór í taugarnar á honum,“ sagði Gaupi. „En landsliðsþjálfari Íslands, alveg sama í hvaða íþróttagrein það er, getur ekki látið álitsgjafa eða fólk á samfélagsmiðlum hafa áhrif á það sem hann gerir. Og segja síðan að það hafi haft áhrif á sína leikmenn, ég get bara ekki tekið undir þetta með Guðmundi.“ Gaupi segir að Guðmundur hafi rétt á að gagnrýna álitsgjafa en segir jafnframt að þeirra hlutverk sé að hafa skoðanir. „Gleymum því ekki að álitsgjafar eiga að rýna til gagns. Ef þeir hafa engar skoðanir og eru himinlifandi með allt sem gerist tökum við engum framförum og það verður engin þróun í okkar leik. Þetta er aðhald sem allir þurfa að fá og Guðmundur fór því miður fram úr sér. Hann má alveg hafa þessa skoðun en þú getur bara sagt þetta á svo marga vegu,“ sagði Gaupi. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Telja Ísland á réttri leið í átt að þeim bestu Sérfræðingar sem Vísir leitaði til telja allir að íslenska karlalandsliðið í handbolta sé á réttri leið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, þrátt fyrir verstu niðurstöðu liðsins á HM frá upphafi. 26. janúar 2021 10:01 Íslenska landsliðið endar í tuttugasta sæti á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 20. sæti á HM í Egyptalandi og hefur aldrei í sögunni endað neðar í lokakeppni HM. 25. janúar 2021 16:31 Versta frammistaðan á móti Evrópuþjóðum á stórmóti í 43 ár Það eru liðin 43 ár síðan að íslenska handboltalandsliðið náði síðast engu út úr leikjum sínum á móti Evrópuþjóðum á stórmóti. 25. janúar 2021 11:46 Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Guðmundi var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og talaði um að þeir Arnar Pétursson og Logi Geirsson hafi sýnt íslenska liðinu óvirðingu með ummælum sínum. Þau hafi farið illa í hann og íslenska liðið. Viðtalið var til umræðu í Sportinu í dag en þar sagði Gaupi að Guðmundur hafi farið fullt geyst í hlutina. „Þetta voru afar óheppileg ummæli hjá Guðmundi. Það hefði verið betra fyrir hann að telja upp að tíu og taka þennan slag daginn eftir, ekki strax eftir leikinn. Einfaldlega vegna þess að hann var reiður og þetta fór í taugarnar á honum,“ sagði Gaupi. „En landsliðsþjálfari Íslands, alveg sama í hvaða íþróttagrein það er, getur ekki látið álitsgjafa eða fólk á samfélagsmiðlum hafa áhrif á það sem hann gerir. Og segja síðan að það hafi haft áhrif á sína leikmenn, ég get bara ekki tekið undir þetta með Guðmundi.“ Gaupi segir að Guðmundur hafi rétt á að gagnrýna álitsgjafa en segir jafnframt að þeirra hlutverk sé að hafa skoðanir. „Gleymum því ekki að álitsgjafar eiga að rýna til gagns. Ef þeir hafa engar skoðanir og eru himinlifandi með allt sem gerist tökum við engum framförum og það verður engin þróun í okkar leik. Þetta er aðhald sem allir þurfa að fá og Guðmundur fór því miður fram úr sér. Hann má alveg hafa þessa skoðun en þú getur bara sagt þetta á svo marga vegu,“ sagði Gaupi. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Telja Ísland á réttri leið í átt að þeim bestu Sérfræðingar sem Vísir leitaði til telja allir að íslenska karlalandsliðið í handbolta sé á réttri leið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, þrátt fyrir verstu niðurstöðu liðsins á HM frá upphafi. 26. janúar 2021 10:01 Íslenska landsliðið endar í tuttugasta sæti á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 20. sæti á HM í Egyptalandi og hefur aldrei í sögunni endað neðar í lokakeppni HM. 25. janúar 2021 16:31 Versta frammistaðan á móti Evrópuþjóðum á stórmóti í 43 ár Það eru liðin 43 ár síðan að íslenska handboltalandsliðið náði síðast engu út úr leikjum sínum á móti Evrópuþjóðum á stórmóti. 25. janúar 2021 11:46 Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Telja Ísland á réttri leið í átt að þeim bestu Sérfræðingar sem Vísir leitaði til telja allir að íslenska karlalandsliðið í handbolta sé á réttri leið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, þrátt fyrir verstu niðurstöðu liðsins á HM frá upphafi. 26. janúar 2021 10:01
Íslenska landsliðið endar í tuttugasta sæti á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 20. sæti á HM í Egyptalandi og hefur aldrei í sögunni endað neðar í lokakeppni HM. 25. janúar 2021 16:31
Versta frammistaðan á móti Evrópuþjóðum á stórmóti í 43 ár Það eru liðin 43 ár síðan að íslenska handboltalandsliðið náði síðast engu út úr leikjum sínum á móti Evrópuþjóðum á stórmóti. 25. janúar 2021 11:46
Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30