Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 11:54 Það komu fleiri ferðamenn til Íslands í janúar og febrúar á síðasta ári en alla hina mánuði ársins að sögn Birnu Óskar Einarsdóttur framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Vísir/Vilhelm Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði hagkerfið standa ágætlega eftir þær aðgerðir sem bankinn og stjórnvöld hefðu gripið til. Batinn í ferðaþjónustunni ætti að geta orðið hraður en það þyrfti að byggja upp innviði og hagræða í greininni. Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að grípa til hagræðingar innan ferðaþjónustunnar. Þá verði að styrkja innviði landsins eins og vegakerfið sem ekki hafi borið þann fjölda ferðamanna sem kom til landsins fyrir kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég sé ferðaþjónustuna dálítið á svipuðum stað og sjávarútveginn við hrun þorskstofnsins árið 1988. Sem var gríðarlegt áfall fyrir greinina. Ég man ekki hvað þorskkvótinn var skorinn mikið niður á þeim tíma. Þá varð sjávarútvegurinn eiginlega hálf gjaldþrota og hefði getað dregið bankakerfið niður með sér. Það var áfall sem í rauninni varð til þess að greinin var endurskipulögð. Með sameiningum og hagræðingu og að einhverju leyti með nýrri hugsun á því hvernig verið var að nýta aflann,” sagði Ásgeir. Birna Ósk Einarsdóttir segir Ísland enn ofarlega á lista ferðalanga yfir áfangastaði. Þess vegna sé mikilvægt að halda merkjum Íslands og ferðaþjónustunnar á lofti á erlendum mörkuðum.skjáskot Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði skipta miklu máli að halda merkjum íslenskrar ferðaþjónustu á lofti á lykilmörkuðum. Að segja söguna af þeim árangri sem náðst hefði hér á landi í baráttunni við farsóttina, landamærareglunum og bólusetningunum. Samkvæmt rannsóknum veltu þeir sem hyggðust ferðast þessu mikið fyrir sér. „Það skiptir þá máli hvernig hefur tekist til í þeim löndum sem þeir eru að velta fyrir sér að heimsækja. Ekki síður innviðirnir. Hvernig heilbrigðiskerfið er og hvernig það getur tekið við þeim ef eitthvað skyldi koma upp á. Landamærareglur og fyrirsjáanleiki eru líka lykilatriði í þessu. Tækifærin til að geta byrjað að kynna landið. Segja söguna og fá fólk til að velta því fyrir sér að koma hingað á þessu ári til dæmis. Þar er algert grundvallaratriði að hafa núna í höndunum þær upplýsingar sem við höfum um hvernig aðgengið að Íslandi breytist hinn 1. maí,” sagði Birna Ósk Einarsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira