Vikið frá dómgæslu eftir „óeðlileg“ skilaboð til leikmanns í kvennaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2021 14:26 Leifur Garðarsson hefur dæmt í efstu deild um árabil og verið verðlaunaður fyrir sína frammistöðu. Vísir/Daníel Þór Formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir að dómari muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segist í samtali við Vísi ekki vilja nefna dómarann á nafn en samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða Leif S. Garðarsson, skólastjóra við Áslandsskóla og einn reynslumesta körfuboltadómara landsins. „Það stendur ekki til að viðkomandi dómari dæmi aftur á vegum KKÍ,“ segir Hannes. Skilaboð kynferðislegs eðlis DV greindi frá því í gærkvöld að körfuboltadómari á Íslandi hefði verið rekinn fyrir að „reyna við leikmann í skilaboðaspjalli“, eins og það er orðað í fyrirsögn. Hannes segir að þó að samskiptin hafi átt sér stað í netheimum, utan körfuboltavallarins, stangist þau á við siðareglur KKÍ. Þau hafi þau verið „óeðlileg“ og „langt yfir strikið“. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða skilaboð kynferðislegs eðlis. Leifur hafði dæmt leik á föstudegi í febrúar en samkvæmt heimildum fréttastofu fékk KKÍ upplýsingar um málið á sunnudegi, tveimur dögum síðar. Í framhaldinu var hann tekinn af leik sem hann átti að dæma á mánudeginum, boðaður á fund og tilkynnt að í ljósi samskipta sinna við leikmann myndi hann ekki dæma fleiri leiki á vegum sambandsins. Skólastjóri, þjálfari og dómari Leifur, sem hefur verið skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði frá árinu 2003, hefur verið áberandi í íþróttalífinu hér á landi um árabil. Hann hefur þjálfað lið í efstu deild karla í fótbolta en hann var bæði í brúnni hjá Fylki og Víkingi á sínum tíma. Þá hefur hann þótt meðal bestu körfuboltadómara landsins í lengri tíma og oftar en einu sinni verið valinn besti dómari deildarinnar. Þá hefur hann verið gestalýsandi á íþróttaleikjum í sjónvarpi. Hannes segir að fleiri athugasemdir varðandi dómarann hafi ekki borist til stjórnar KKÍ, eða önnur sambærileg mál. Blaðamaður sló á þráðinn til Leifs sem skellti á eftir að blaðamaður hafði kynnt sig. Í siðareglum KKÍ segir meðal annars varðandi dómara: Sýndu leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að leiknum virðingu. Vertu til fyrirmyndar í framkomu og hegðun. Gættu að vandvirkni, heiðarleika og samviskusemi í starfi fyrir KKÍ og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. Misnotaðu aldrei stöðu þína sem dómari. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Skóla - og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira