Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 27. janúar 2021 14:00 Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. Það hefur því staðið til í raun allt frá því að bankarnir enduðu í fangi ríkisins að losa um það eignarhald, um það hafa flestir flokkar verið sammála þó sumir telji rétt að ríkið eigi að fullu eða hluta í einum banka. Þá hafa fáir talað fyrir því að ríkið eigi til allrar framtíðar að eiga þessa tvo banka. En núna í umræðunni um bankasöluna, þar sem lagt er til að ríkið selji um það bil 25% í Íslandsbanka, láta sumir eins og þetta sé alveg ný hugmynd, hún hafi lítið verið rædd og að hraðinn sé mikill. Það er fjarri sanni og í raun hefur verið talað fyrir því í allmörg ár hvernig og hvenær rétt sé að losa um þetta eignarhald. Skrifuð hefur verið Hvítbók um framtíðarsýn fjármálakerfisins sem fékk umfjöllun á þingi, þar er lagt til að Íslandsbanki verði seldur. Þrátt fyrir þetta mætti af sumum stjórnmálamönnum skilja að það sé þeirra vilji að eiga báða bankana til langrar framtíðar. Slík ítök ríkisins á fjármálamarkaði eru algjört einsdæmi, þekkist í ríkjum eins og Norður-Kóreu og Kína en engum vestrænum ríkjum sem við gjarnan berum okkur saman við. Umræðan nú ætti því að snúast um hvort nú sé rétti tíminn til að selja banka og með hvaða aðferð væri eðlilegt að fara í þá vegferð. Margir hafa fært rök fyrir því að það sé einmitt góður tími nú til að selja banka. Vöxtur á hlutabréfamörkuðum hefur verið mikill, skortur virðist vera á fjárfestingarkostum hér á landi, útboð Icelandair gekk vel og þar náðist mikil þátttaka almennings. Vextir hafa aldrei verið lægri og sparnaður fólks leitar því eftir betri ávöxtun, staða bankans er sterk og fleira mæti tína til. En einhverjir hafa líka bent á að þetta sé ekki rétti tímin og er þá fyrst og fremst bent á þá óvissu sem við stöndum frammi fyrir vegna Covid. Við búum vissulega á óvissutímum en til baka má spyrja hvenær búum við á vissutímum. Fyrir rúmu ári síðan var enginn að spá því að veira myndi leggja heiminn á hliðina. Við erum aftur á móti að rísa upp úr kófinu, bólusetning innan seilingar og margt sem bendir til bjartari tíma. En það getur enginn sagt nákvæmlega hvað morgundagurinn ber í skauti sér, og einmitt þess vegna er niðurstaðan nú ekki að selja bankann í heild sinni heldur losa aðeins um u.þ.b. 25% af eignarhaldinu í bankanum og sjá hvort og hver áhuginn er fyrir bankanum. Þetta á að gera með gegnsæju ferli sem fellst í skráningu á markað og útboði á hlutunum. Lengi hefur verið talað fyrir því að leita ætti að „góðum“ erlendum langtímafjárfestum, aðilum sem kynnu að reka banka. Ég skil þá umræðu en spurningin er hversu raunhæf er sú hugmynd? Það var jú það sem reynt var við einkavæðingu bankanna á sínum tíma og svo fór sem fór. Fjölmörg dómsmál og rannsóknaskýrslur hafa tekið á erlendum aðilum sem verið var að lokka eða nýta til að komast yfir hlut í banka. Er sú leið fullreynd? Er raunhæft að ætla að við getum ráðið hverjir eigi banka, frekar en önnur fyrirtæki? Er kannski eðlilegra að horfa til þess að löggjafinn tryggi að lagaumhverfið sé með þeim hætti að öryggi innistæðueigenda sé tryggt, að tryggt sé að eigendur geti ekki tæmt bankanna innan frá, tekið óhóflega mikla áhættu og bara almennt hagað sér almennilega. Á síðustu árum hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á laga- og eftirlitsumhverfi banka. Hátt í þrjátíu lagafrumvörp hafa verið samþykkt og fengið umfjöllun á þingi frá árinu 2010. Þessar umbætur lúta að kröfum um eigið fé, laust fé, stöðugri fjármögnun, takmarkanir á lánveitingum, til stendur að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka. Ýmsar breytingar snúa að stjórnarháttum og eftirlit með reglum um mat á hæfi eigenda og stjórnenda, reglur um áhættustýringu og kaupauka. Eftirlitið hefur verið eflt með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og áherslur á fjármálastöðuleika með tækjum og tólum Seðlabanka. Staðan nú er því sú að íslenskir bankar búa við allar þær kröfur sem gerðar eru til baka á Evrópska efnahagssvæðinu og meira til. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að ganga lengra í t.d kröfum um eigið fé bankanna, takmörkunum á kaupaukum o.s.frv. Nú er lagt til að hefja það ferli að losa um eignarhald ríkisins í Íslandsbanka. Ég tel það ekki eingöngu skynsamlegt heldur líka nauðsynlegt. Við megum ekki vera of hrædd við fortíðina að við þorum ekki að stíga skrefin inn í framtíðina. Bankar búa við miklar breytingar á sviði tækni og fleiri og fleiri aðilar sækja inn á markað sem áður bankarnir sinntu og veita greiðslumiðlun, lán og aðra þjónustu í gegnum tækni. Ólíklegt má því telja að bankar framtíðarinnar verði eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum frá síðustu áratugum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. Það hefur því staðið til í raun allt frá því að bankarnir enduðu í fangi ríkisins að losa um það eignarhald, um það hafa flestir flokkar verið sammála þó sumir telji rétt að ríkið eigi að fullu eða hluta í einum banka. Þá hafa fáir talað fyrir því að ríkið eigi til allrar framtíðar að eiga þessa tvo banka. En núna í umræðunni um bankasöluna, þar sem lagt er til að ríkið selji um það bil 25% í Íslandsbanka, láta sumir eins og þetta sé alveg ný hugmynd, hún hafi lítið verið rædd og að hraðinn sé mikill. Það er fjarri sanni og í raun hefur verið talað fyrir því í allmörg ár hvernig og hvenær rétt sé að losa um þetta eignarhald. Skrifuð hefur verið Hvítbók um framtíðarsýn fjármálakerfisins sem fékk umfjöllun á þingi, þar er lagt til að Íslandsbanki verði seldur. Þrátt fyrir þetta mætti af sumum stjórnmálamönnum skilja að það sé þeirra vilji að eiga báða bankana til langrar framtíðar. Slík ítök ríkisins á fjármálamarkaði eru algjört einsdæmi, þekkist í ríkjum eins og Norður-Kóreu og Kína en engum vestrænum ríkjum sem við gjarnan berum okkur saman við. Umræðan nú ætti því að snúast um hvort nú sé rétti tíminn til að selja banka og með hvaða aðferð væri eðlilegt að fara í þá vegferð. Margir hafa fært rök fyrir því að það sé einmitt góður tími nú til að selja banka. Vöxtur á hlutabréfamörkuðum hefur verið mikill, skortur virðist vera á fjárfestingarkostum hér á landi, útboð Icelandair gekk vel og þar náðist mikil þátttaka almennings. Vextir hafa aldrei verið lægri og sparnaður fólks leitar því eftir betri ávöxtun, staða bankans er sterk og fleira mæti tína til. En einhverjir hafa líka bent á að þetta sé ekki rétti tímin og er þá fyrst og fremst bent á þá óvissu sem við stöndum frammi fyrir vegna Covid. Við búum vissulega á óvissutímum en til baka má spyrja hvenær búum við á vissutímum. Fyrir rúmu ári síðan var enginn að spá því að veira myndi leggja heiminn á hliðina. Við erum aftur á móti að rísa upp úr kófinu, bólusetning innan seilingar og margt sem bendir til bjartari tíma. En það getur enginn sagt nákvæmlega hvað morgundagurinn ber í skauti sér, og einmitt þess vegna er niðurstaðan nú ekki að selja bankann í heild sinni heldur losa aðeins um u.þ.b. 25% af eignarhaldinu í bankanum og sjá hvort og hver áhuginn er fyrir bankanum. Þetta á að gera með gegnsæju ferli sem fellst í skráningu á markað og útboði á hlutunum. Lengi hefur verið talað fyrir því að leita ætti að „góðum“ erlendum langtímafjárfestum, aðilum sem kynnu að reka banka. Ég skil þá umræðu en spurningin er hversu raunhæf er sú hugmynd? Það var jú það sem reynt var við einkavæðingu bankanna á sínum tíma og svo fór sem fór. Fjölmörg dómsmál og rannsóknaskýrslur hafa tekið á erlendum aðilum sem verið var að lokka eða nýta til að komast yfir hlut í banka. Er sú leið fullreynd? Er raunhæft að ætla að við getum ráðið hverjir eigi banka, frekar en önnur fyrirtæki? Er kannski eðlilegra að horfa til þess að löggjafinn tryggi að lagaumhverfið sé með þeim hætti að öryggi innistæðueigenda sé tryggt, að tryggt sé að eigendur geti ekki tæmt bankanna innan frá, tekið óhóflega mikla áhættu og bara almennt hagað sér almennilega. Á síðustu árum hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á laga- og eftirlitsumhverfi banka. Hátt í þrjátíu lagafrumvörp hafa verið samþykkt og fengið umfjöllun á þingi frá árinu 2010. Þessar umbætur lúta að kröfum um eigið fé, laust fé, stöðugri fjármögnun, takmarkanir á lánveitingum, til stendur að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka. Ýmsar breytingar snúa að stjórnarháttum og eftirlit með reglum um mat á hæfi eigenda og stjórnenda, reglur um áhættustýringu og kaupauka. Eftirlitið hefur verið eflt með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og áherslur á fjármálastöðuleika með tækjum og tólum Seðlabanka. Staðan nú er því sú að íslenskir bankar búa við allar þær kröfur sem gerðar eru til baka á Evrópska efnahagssvæðinu og meira til. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að ganga lengra í t.d kröfum um eigið fé bankanna, takmörkunum á kaupaukum o.s.frv. Nú er lagt til að hefja það ferli að losa um eignarhald ríkisins í Íslandsbanka. Ég tel það ekki eingöngu skynsamlegt heldur líka nauðsynlegt. Við megum ekki vera of hrædd við fortíðina að við þorum ekki að stíga skrefin inn í framtíðina. Bankar búa við miklar breytingar á sviði tækni og fleiri og fleiri aðilar sækja inn á markað sem áður bankarnir sinntu og veita greiðslumiðlun, lán og aðra þjónustu í gegnum tækni. Ólíklegt má því telja að bankar framtíðarinnar verði eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum frá síðustu áratugum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun