Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:02 Þórdís Brynjólfsdóttir hefur beðið í um þrjú ár eftir að komast í brjóstnám og brjóstauppbyggingu. Beiðni fyrir aðgerðinni reyndist aldrei hafa verið gerð. Vísir/Aðsend Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu. Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að Þórdís Brynjólfsdóttir hafi í þrjú ár beðið eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð, en hún greindist með krabbamein fyrir níu árum síðan í öðru brjóstinu sem var í kjölfarið fjarlægt. Þórdís er með hið svokallaða BRCA-gen, sem eykur líkur á brjóstakrabbameini til muna. Þórdís sagði í gær í samtali við fréttastofu að sér liði eins og tifandi tímasprengju. Hún vildi losna við hitt brjóstið, svo að ekki kæmi upp krabbamein í því, og fara í uppbyggingu á brjóstum sem hefur verið á dagskránni í nokkur ár. Í kjölfar fyrirspurnar Þórdísar kom í ljós að beiðni fyrir slíkri aðgerð hafði aldrei verið búin til, eða þá að hún hafi týnst í kerfinu. Þetta hefur gerst í tvígang í máli Þórdísar en fyrir ári síðan hafði hún samband við Landspítalann til að spyrjast fyrir um aðgerðina og í ljós kom að engin beiðni fyrir henni væri til. Þá var Þórdís fullvissuð um að hún yrði efst á biðlista þegar slíkar aðgerðir hæfust að nýju, en þá voru engar slíkar aðgerðir gerðar sökum kórónuveirufaraldursins. „Öryggi sjúklinga er ein af kjarnastoðum starfsemi Landspítala. Þeir eru um 120 þúsund talsins árlega,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn. Þar kemur fram að spítalinn geti ekki tjáð sig um einstök mál sökum persónuverndarlaga. Beið eftir brjóstnámi í tvö ár en fékk svo krabbamein Í kjölfar birtingu fréttarinnar um mál Þórdísar hafa nokkrar konur haft samband við fréttastofu og greint frá því að þær hafi lent í svipuðum aðstæðum og Þórdís. Ein þeirra kvenna var sjálf með BRCA1 stökkbreytingu og hafði greinst með krabbamein í brjósti. Hún hafði í rúm tvö ár, eftir að hún lauk meðferð við krabbameininu, sóst eftir því að hitt brjóstið yrði fjarlægt sökum stökkbreytingarinnar, sem ekki var gert, og tveimur árum eftir að annað brjóstið var fjarlægt sökum krabbameins greindist hún með krabbamein í hinu brjóstinu. Þá skrifaði Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna, skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag sem fjallaði um eftirlit og skimanir hjá konum með BRCA-genið.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00 Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04 „Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Arfberar krefjast öruggs krabbameinseftirlits - okkar líf veltur á því Nú standa yfir framtíðarbreytingar á skimunum og krabbameinseftirliti. Það er mikill uggur hjá félagsmönnum Brakksamtakanna vegna þessara breytinga og margir hafa leitað til okkar og lýst yfir áhyggjum sínum. 28. janúar 2021 12:00
Hefur beðið eftir brjóstnámi í þrjú ár en beiðnin var aldrei gerð Kona sem beðið hefur eftir því að komast í brjóstnámsaðgerð og uppbyggingu á brjóstum í rúm þrjú ár komst að því í dag að beiðni um aðgerð hafi aldrei verið gefin út fyrir hana. Hún segir Landspítalann hafa brugðist sér í þessu máli. 27. janúar 2021 22:04
„Maður heldur að maður sé að fara deyja frá þremur ungum börnum“ Þórdís Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem hefur lýst furðu sinni á þeim fyrirætlunum að hækka skimunaraldur fyrir brjóstakrabbameini úr 40 árum í fimmtíu. Sjálf var hún aðeins 32 ára þegar hún var greind með brjóstakrabbamein. Hún segir að þessa ákvörðun verði að endurskoða. 18. janúar 2021 10:30