Fjórum sleppt vegna morðs bandarísks blaðamanns eftir átján ár í fangelsi í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 10:19 Ahmed Omar Saeed Sheikh, árið 2002, þegar hann var dæmdur vegna morðs Daniel Pearl. Hæstiréttur Paksitan hefur ákveðið að sleppa eigi Sheikh úr haldi. AP(Zia Mazhar Hæstiréttur Paksistan sýknaði í gær fjóra menn sem höfðu verið dæmdir fyrir að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl árið 2002. Sá vann fyrir Wall Street Journal og var að rannsaka hryðjuverkastarfsemi í Pakistan þegar hann hvarf. Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar. Pakistan Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira