Klopp útskýrði „rifrildið“ við Milner á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 09:31 James Milner og Jürgen Klopp ræða á málin á hliðarlínunni í gær en Milner var allt annað en sáttur. Getty/John Walton James Milner var ekki sáttur þegar Jürgen Klopp tók hann af velli í leiknum á móti West Ham í gær. Knattspyrnustjórinn útskýrði hvað var í gangi hjá þeim félögum í viðtölum eftir leikinn. Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira