Tvær flugur, eitt kjördæmi Starri Reynisson skrifar 1. febrúar 2021 10:30 Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Kjördæmaskipan Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun