Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:23 Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Vísir Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46
Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39
Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21