Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir löngu tímabært að taka umræðu um hvað teljist til eðlilegrar orðræðu um stjórnmálafólk. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. „Núna eru átta mánuðir í kosningar og kosningaskjálftinn er að verða harðari og þá eru ýmsir hlutir sagðir og ýmsir hlutir gerðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún telur rétt að forrystufólk í stjórnmálum komi sér saman um leikreglur þannig að forðast megi persónuníð og hatursorðræðu í aðdraganda kosninga. „Það er grunnur núna fyrir ákveðna hatursorðræðu, fyrir ranghugmyndir, fyrir falsfréttir,“ segir Þorgerður og vísar í samfélagsmiðla. Bæði nú og fyrir síðustu kosningar hefur myndum og áróðri verið deilt á samfélagsmiðlum í skjóli nafnleyndar. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið unnið að frumvarpi sem tekur á kostaðri nafnlausri tjáningu á þeim vettvangi. „Þar er oft farið mjög rangt með staðreyndir og ég vonast til þess að þessi vinna skili afrakstri og að við fáum slíkt frumvarp í hendurnar á vorþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Því það er eitt af því sem við höfum rætt og höfum verið sammála um, að slík nafnlaus tjáning er ekki til þess að bæta stjórnmálaumræðuna.“ Myndband um Óðinstorg sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum hefur verið í umræðunni eftir árásina á bíl borgarstjóra - og jafnvel tengt við hana. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talaði inn á það en myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube eftir að beðist var afsökunar á rangfærslum í því. Formaður Miðflokksins segist ekki hafa séð myndbandið en telur þó telur vafasamt að blanda því inn í umræðu um hatursorðræðu í stjórnmálum. „En auðvitað eiga menn alltaf að leiðrétta ef þeir fara rangt með eitthvað,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segist sjálfur hafa þurft að þola persónuárásir í stjórnmálum á eigin skinni og tekur undir að senda eigi skýr skilaboð um að halda umræðu á málefnalegum grunni í aðdraganda kosninga. „Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum í miðju bankahruninu, þar sem var nú töluvert um persónuárásir hef ég talað um þessa óheillaþróun, sem mér finnst hafa ágerst. Að stjórnmálin snúist alltaf meira og meira um persónuníð en ekki nógu mikið um rökræðu um málefni.“ „Við höfum dálítið leyft það sem samfélag að stjórnmálafólk sé úthrópað. Að það sé kallað aumingjar og ónytjungar og ýmis slík orð viðhöfð um fólk sem er fyrst og fremst bara að fylgja eftir sínum hugsjónum með því að gefa kost á sér. Mér finnst löngu orðið tímabært að við tökum umræðu um hvað við teljum eðlilegt í þessu samhengi og mér finnst þetta hafa magnast upp allan undanfarinn áratug. Bæði vegna þess að við höfum leyft þessari umræðu að vaxa og með tilkomu tæknibreytinga margfaldast hún.“ Stjórnmálafólk hefur þó ekki einungis þurft að sitja undir árásum sem þessum og kannast margir þeir sem eru áberandi í umræðunni við orðræðuna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRvísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér hafi borist fjölmargar hótanir í gegnum tíðina. „Það hefur í rauninni verið allt frá því að hóta mér atvinnumissi eða hóta mér því að ég eigi ekki möguleika á að framfleyta mér eða fjölskyldunni í framtíðinni vegna skoðana minna. Og síðan alvarlegustu dæmin eru beinar líflátshótanir.“ Eitt málið var svo gróft að fjölskyldan leitaði til lögreglu. „Það var bara einstaklingur sem var kominn að heimilinu okkar og var að skilja eftir handskrifuð bréf sem í lágu mjög alvarlegar hótanir og það fór bara í faglegt ferli hjá lögreglu og við erum þakklát fyrir það.“ Hótunum gegn Ragnari Þór og fjölskyldu var vísað til lögreglu.Vísir/Vilhelm Hann segir annað forrystufólk í verkalýðshreyfingunni eiga svipaðar sögur. Ragnar hefur þó sjálfur í gegnum tíðina gengið hart fram í sinni gagnrýni og tók til að mynda virkan þátt í mótmælum í búsáhaldabyltingunni. Hann segir marga þurfa að líta í eigin barm. „Ég er ekkert undanskilinn því. Ég hef oft verið ansi dómharður og ég viðurkenni það. En ég passa mig á því að skrifa ekki staf án þess að geta staðið fyrir máli mínu augliti til auglits við þann sem ég er að gagnrýna.“ Hann telur gott að draga þessi mál upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vanda okkur. Við þurfum að opna þessa umræðu og eiga hana á dýpri grundvelli en við erum að gera í dag.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Núna eru átta mánuðir í kosningar og kosningaskjálftinn er að verða harðari og þá eru ýmsir hlutir sagðir og ýmsir hlutir gerðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún telur rétt að forrystufólk í stjórnmálum komi sér saman um leikreglur þannig að forðast megi persónuníð og hatursorðræðu í aðdraganda kosninga. „Það er grunnur núna fyrir ákveðna hatursorðræðu, fyrir ranghugmyndir, fyrir falsfréttir,“ segir Þorgerður og vísar í samfélagsmiðla. Bæði nú og fyrir síðustu kosningar hefur myndum og áróðri verið deilt á samfélagsmiðlum í skjóli nafnleyndar. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið unnið að frumvarpi sem tekur á kostaðri nafnlausri tjáningu á þeim vettvangi. „Þar er oft farið mjög rangt með staðreyndir og ég vonast til þess að þessi vinna skili afrakstri og að við fáum slíkt frumvarp í hendurnar á vorþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Því það er eitt af því sem við höfum rætt og höfum verið sammála um, að slík nafnlaus tjáning er ekki til þess að bæta stjórnmálaumræðuna.“ Myndband um Óðinstorg sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum hefur verið í umræðunni eftir árásina á bíl borgarstjóra - og jafnvel tengt við hana. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talaði inn á það en myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube eftir að beðist var afsökunar á rangfærslum í því. Formaður Miðflokksins segist ekki hafa séð myndbandið en telur þó telur vafasamt að blanda því inn í umræðu um hatursorðræðu í stjórnmálum. „En auðvitað eiga menn alltaf að leiðrétta ef þeir fara rangt með eitthvað,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segist sjálfur hafa þurft að þola persónuárásir í stjórnmálum á eigin skinni og tekur undir að senda eigi skýr skilaboð um að halda umræðu á málefnalegum grunni í aðdraganda kosninga. „Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum í miðju bankahruninu, þar sem var nú töluvert um persónuárásir hef ég talað um þessa óheillaþróun, sem mér finnst hafa ágerst. Að stjórnmálin snúist alltaf meira og meira um persónuníð en ekki nógu mikið um rökræðu um málefni.“ „Við höfum dálítið leyft það sem samfélag að stjórnmálafólk sé úthrópað. Að það sé kallað aumingjar og ónytjungar og ýmis slík orð viðhöfð um fólk sem er fyrst og fremst bara að fylgja eftir sínum hugsjónum með því að gefa kost á sér. Mér finnst löngu orðið tímabært að við tökum umræðu um hvað við teljum eðlilegt í þessu samhengi og mér finnst þetta hafa magnast upp allan undanfarinn áratug. Bæði vegna þess að við höfum leyft þessari umræðu að vaxa og með tilkomu tæknibreytinga margfaldast hún.“ Stjórnmálafólk hefur þó ekki einungis þurft að sitja undir árásum sem þessum og kannast margir þeir sem eru áberandi í umræðunni við orðræðuna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRvísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér hafi borist fjölmargar hótanir í gegnum tíðina. „Það hefur í rauninni verið allt frá því að hóta mér atvinnumissi eða hóta mér því að ég eigi ekki möguleika á að framfleyta mér eða fjölskyldunni í framtíðinni vegna skoðana minna. Og síðan alvarlegustu dæmin eru beinar líflátshótanir.“ Eitt málið var svo gróft að fjölskyldan leitaði til lögreglu. „Það var bara einstaklingur sem var kominn að heimilinu okkar og var að skilja eftir handskrifuð bréf sem í lágu mjög alvarlegar hótanir og það fór bara í faglegt ferli hjá lögreglu og við erum þakklát fyrir það.“ Hótunum gegn Ragnari Þór og fjölskyldu var vísað til lögreglu.Vísir/Vilhelm Hann segir annað forrystufólk í verkalýðshreyfingunni eiga svipaðar sögur. Ragnar hefur þó sjálfur í gegnum tíðina gengið hart fram í sinni gagnrýni og tók til að mynda virkan þátt í mótmælum í búsáhaldabyltingunni. Hann segir marga þurfa að líta í eigin barm. „Ég er ekkert undanskilinn því. Ég hef oft verið ansi dómharður og ég viðurkenni það. En ég passa mig á því að skrifa ekki staf án þess að geta staðið fyrir máli mínu augliti til auglits við þann sem ég er að gagnrýna.“ Hann telur gott að draga þessi mál upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vanda okkur. Við þurfum að opna þessa umræðu og eiga hana á dýpri grundvelli en við erum að gera í dag.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira