Fimm konur saka Manson um gróft ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:53 Fimm konur, þar á meðal Evan Rachel Wood, hafa stigið fram og sakað Manson um gróft ofbeldi. Vísir/Getty Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag. „Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið. Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
„Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið.
Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira