Bauð skjólstæðingi hans þrettán milljónir fyrir fimm daga og talaði um að vera hennar „Sugar daddy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 08:31 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur og Evert Víglundssyni. Instagram/@snorribaron Það fauk í umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson þegar hann las tölvupóst frá ríkum manni í Bandaríkjunum sem vildi kynnast íslenskri íþróttakonu betur. Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa. CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa.
CrossFit Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum