Ungt fólk, geðheilbrigði og atvinnulífið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 17:30 Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun