Klopp ræddi mögulegt kraftaverk, áföll og aðdáun sína á óvæntum tækifærum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 09:30 Jürgen Klopp hefur getað brosað aðeins meira í síðustu tveimur leikjum eftir slæmt gengi þar á undan. Leikmenn hans halda þó áfram að meiðast. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðuna á hollenska miðverðinum Virgil van Dijk á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Endurhæfing Virgil van Dijk hefur gengið vel og það var orðrómur í gangi um að hann myndi ná að spila með Liverpool undir lok tímabilsins en hann sleit krossband í leik á móti Everton í október. Síðan þá hefur Klopp þurft að horfa á eftir hverjum lykilmanninum á fætur öðrum enda á meiðslalistanum. Nú síðast varð það ljóst að Joel Matip spilar ekki meira á leiktíðinni en auk Van Dijk þá hefur Joe Gomez líka verið lengi frá. Jürgen Klopp has confirmed that Virgil van Dijk will not play for Liverpool again this season barring a miracle and will incorporate new signings Ozan Kabak and Ben Davies into his plans as quickly as possible | @_pauljoyce Full story here: https://t.co/BlkR3sO4as pic.twitter.com/erJzJRffkG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 Fabinho er líka meiddur og því algjört miðvarðarhallæri. Liverpool keypti hins vegar Ben Davies frá Preston á lokadegi gluggans og fékk Tyrkjan Ozan Kabak á láni frá Schalke. Klopp sagðist hafa þurft þessa nýju menn því liðið væri nú aðeins einum meiðslum frá því að hafa engan til að spila í miðverðinum. Þýski knattspyrnustjórinn var síðan spurður út í stöðuna á Virgil van Dijk og hvort að hollenski miðvörðurinn verði á listanum yfir þá leikmenn sem Liverpool hafi heimild fyrir að nota á lokakaflanum. „Ef það er pláss fyrir hann, þá verður Virgil á þeim lista. Enginn læknir hefur sagt mér að það sé möguleiki á því að hann spili aftur á þessu tímabili. Ég vil ekki segja að það sé ómögulegt en það er ekki líklegt,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on @VirgilvDijk:"If he is on the Champions League list it is only because we believe in miracles from time to time, that is it. I don't want to say it's impossible but it's not likely." pic.twitter.com/PmIgltxal8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 „Ef að það er ekkert pláss á listanum þá þurftum við að taka ákvörðun. Ef hann verður með á leikmannalistanum þá er það bara af því að við erum að vonast eftir kraftaverki. Ekkert meira en það,“ sagði Klopp. Joel Matip meiddist á móti Tottenham og nú er ljóst að hann missir af restinni af tímabilinu. „Ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því. Það er ótrúlegt hvað þessir strákar hafa lent í. Þetta er mikið, mikið áfall fyrir okkur alla. Við erum ekki aðeins að missa leikmann af vellinum í þessa mánuði heldur erum við einnig að missa mann úr klefanum,“ sagði Klopp. „Þetta var mjög mikil óheppni. Tæklingin hans á Son Heung-Min var góð tækling og hann spilaði áfram. Svo þegar við ætluðum að teipa hann upp aftur þá bólgnaði ökklinn upp. Það er ekkert gott hægt að segja um það,“ sagði Klopp. 'Yesterday Preston, today Liverpool. You don't need to watch a Hollywood movie to see these type of stories. They happen in football as well'This is great from Jurgen Klopp on Ben Davies, and Ozan Kabak.... pic.twitter.com/5VBhwgGneM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 2, 2021 Það má búast við því að Davies og Kabak fái fyrsta tækifærið fljótlega en Klopp sagði þó að það væri ólíklegt að báðir myndu byrja á móti Brighton á Anfield í kvöld. „Ég er mikill aðdáandi óvæntra tækifæra og þetta er tækifæri fyrir þá báða sem og félagið. Við verðum að vera klókir og hugsa hratt því við spilum öðruvísi en Preston og Schalke. Þeir þurfa tíma sem við höfum ekki mikið af. Það væri ekki gott ef þeir þyrftu að byrja á morgun en ég held að við gefum þeim nokkra daga til viðbótar,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Endurhæfing Virgil van Dijk hefur gengið vel og það var orðrómur í gangi um að hann myndi ná að spila með Liverpool undir lok tímabilsins en hann sleit krossband í leik á móti Everton í október. Síðan þá hefur Klopp þurft að horfa á eftir hverjum lykilmanninum á fætur öðrum enda á meiðslalistanum. Nú síðast varð það ljóst að Joel Matip spilar ekki meira á leiktíðinni en auk Van Dijk þá hefur Joe Gomez líka verið lengi frá. Jürgen Klopp has confirmed that Virgil van Dijk will not play for Liverpool again this season barring a miracle and will incorporate new signings Ozan Kabak and Ben Davies into his plans as quickly as possible | @_pauljoyce Full story here: https://t.co/BlkR3sO4as pic.twitter.com/erJzJRffkG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 Fabinho er líka meiddur og því algjört miðvarðarhallæri. Liverpool keypti hins vegar Ben Davies frá Preston á lokadegi gluggans og fékk Tyrkjan Ozan Kabak á láni frá Schalke. Klopp sagðist hafa þurft þessa nýju menn því liðið væri nú aðeins einum meiðslum frá því að hafa engan til að spila í miðverðinum. Þýski knattspyrnustjórinn var síðan spurður út í stöðuna á Virgil van Dijk og hvort að hollenski miðvörðurinn verði á listanum yfir þá leikmenn sem Liverpool hafi heimild fyrir að nota á lokakaflanum. „Ef það er pláss fyrir hann, þá verður Virgil á þeim lista. Enginn læknir hefur sagt mér að það sé möguleiki á því að hann spili aftur á þessu tímabili. Ég vil ekki segja að það sé ómögulegt en það er ekki líklegt,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on @VirgilvDijk:"If he is on the Champions League list it is only because we believe in miracles from time to time, that is it. I don't want to say it's impossible but it's not likely." pic.twitter.com/PmIgltxal8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 „Ef að það er ekkert pláss á listanum þá þurftum við að taka ákvörðun. Ef hann verður með á leikmannalistanum þá er það bara af því að við erum að vonast eftir kraftaverki. Ekkert meira en það,“ sagði Klopp. Joel Matip meiddist á móti Tottenham og nú er ljóst að hann missir af restinni af tímabilinu. „Ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því. Það er ótrúlegt hvað þessir strákar hafa lent í. Þetta er mikið, mikið áfall fyrir okkur alla. Við erum ekki aðeins að missa leikmann af vellinum í þessa mánuði heldur erum við einnig að missa mann úr klefanum,“ sagði Klopp. „Þetta var mjög mikil óheppni. Tæklingin hans á Son Heung-Min var góð tækling og hann spilaði áfram. Svo þegar við ætluðum að teipa hann upp aftur þá bólgnaði ökklinn upp. Það er ekkert gott hægt að segja um það,“ sagði Klopp. 'Yesterday Preston, today Liverpool. You don't need to watch a Hollywood movie to see these type of stories. They happen in football as well'This is great from Jurgen Klopp on Ben Davies, and Ozan Kabak.... pic.twitter.com/5VBhwgGneM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 2, 2021 Það má búast við því að Davies og Kabak fái fyrsta tækifærið fljótlega en Klopp sagði þó að það væri ólíklegt að báðir myndu byrja á móti Brighton á Anfield í kvöld. „Ég er mikill aðdáandi óvæntra tækifæra og þetta er tækifæri fyrir þá báða sem og félagið. Við verðum að vera klókir og hugsa hratt því við spilum öðruvísi en Preston og Schalke. Þeir þurfa tíma sem við höfum ekki mikið af. Það væri ekki gott ef þeir þyrftu að byrja á morgun en ég held að við gefum þeim nokkra daga til viðbótar,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira