„Fokk! Er þetta að gerast aftur?“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2021 14:01 Hallgrímur var glaðbeittur þegar hann festi kaup á treyjunni en hann hefur svo þurft að horfa upp á Southampton tapa tvívegis 9-0 í treyjunni. Getty/Chloe Knott og úr einkasafni „Ég tók nú bara þessa treyju því hún var það fyrsta sem ég sá í skápnum. Svo settist ég niður til að horfa leikinn og þá hófst þetta „shit show“,“ segir Hallgrímur Viðar Arnarson, stuðningsmaður Southampton, sem hugsar sig tvisvar um áður en hann klæðist aftur treyju liðsins sem hann á. Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Hallgrímur hefur nefnilega horft á tvo leiki Southampton í treyjunni og báðir hafa þeir tapast 9-0. Þó honum sé alls ekki skemmt þá hafði Hallgrímur þó húmor fyrir þessari, að hans mati, „óáhugaverðu“ staðreynd og benti á hana í hópnum „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“ á Facebook í gærkvöld. Hallgrímur keypti sér treyjuna þegar hann fór ásamt syni sínum til Englands haustið 2019 að sjá sína menn spila, en það var fyrsta ferð Hallgríms á leik með liðinu í fimmtán ár. Leikurinn var gegn Leicester og tapaðist 9-0. Mágurinn benti á staðreyndina Treyjuna hafði Hallgrímur síðan geymt inn í skáp í rúmt ár, þar til í gær. Southampton mætti þá Manchester United og Hallgrímur horfði á leikinn með mági sínum, Einari, sem er stuðningsmaður United. Aftur tapaði Southampton 9-0, eftir að hafa meðal annars misst Alexandre Jankewitz af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu og svo Jan Bednarek á 86. mínútu. Slík úrslit eru ekki beinlínis algeng. Only three Premier League matches in history have ever been won by 9 + goals:1995: Man Utd 9 -0 Ipswich Town2019: Southampton 0 -9 Leicester : 9 -0 #MUNSOU pic.twitter.com/9j2PTDAfVC— Premier League (@premierleague) February 3, 2021 „Á einhverjum tímapunkti lítur Einar á mig og spyr; „Ertu ekki í sömu treyju og þú varst í á hinum 9-0 leiknum?“ Ég var ekkert að hugsa út í treyjuna. Fyrir mér var þetta bara; „Ó, fokk! Er þetta að gerast aftur?“,“ sagði Hallgrímur við Vísi í dag. Fékk Southampton-uppeldið frá ólympíufara Ralph Hasenhüttl hefur sett saman skemmtilegt lið hjá Southampton en eftir fjögur töp í deildinni í röð er liðið þó komið niður í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Southampton sló Arsenal út úr bikarnum fyrir tíu dögum. „Við erum búnir að eiga skemmtilegt tímabil, og vorum tímabundið í fyrsta sæti í fyrsta sinn síðan sautjánhundruðogsúrkál. Loksins er maður spenntur fyrir leikjum á móti topp sex liðunum. Man U var nýbúið að tapa fyrir Sheffield United og maður sá alveg séns þarna í gær, en svo fór maður að fá „flashback“ þegar rauða spjaldið og fyrstu mörkin komu. Í hálfleik sagði ég einmitt að allt undir níu mörkum væri jákvætt,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur er af miklum Skagaættum og náfrændi hans, badmintonkempan og ólympíufarinn Árni Þór Hallgrímsson, á langstærstan þátt í því að Hallgrímur skuli styðja Dýrlingana. Sá stuðningur mun ekkert minnka þrátt fyrir hin tvö stóru töp. „Árni er móðurbróðir minn og átti sinn þátt í að ala mig upp. Hann er frægasti Southampton stuðningsmaður landsins og kenndi mér að syngja lögin þegar ég var tveggja ára. Ég hef haldið með liðinu síðan. Maður skiptir ekki um fótboltalið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00
Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn