Rifbeinsbrotnaði í öðrum leiknum eftir endurkomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 12:31 Stella Sigurðardóttir verður frá næstu vikurnar vegna rifbeinsbrots. vísir/hulda margrét Stella Sigurðardóttir leikur ekki með Fram næstu vikurnar þar sem hún er rifbeinsbrotin. Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Sjá meira
Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Sjá meira
„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45