Leggur Conor McGregor enn illa bólginn eftir bardagann við Poirier Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:01 Conor McGregor sést hér eftir tapið á móti Dustin Poirier en hægri leggurinn hans átti eftir að bólgna miklu miklu meira á næstu klukkutímunum á eftir. Getty/Jeff Bottari Við höfum heyrt talað um akkilesarhæl en kannski er líka hægt að tala um „akkilesarlegg“ hjá írska bardagamanninum Conor McGregor eftir frekar óvænt tap í síðasta bardaga. Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier. MMA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier.
MMA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira