„Hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard“ Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 08:00 Kristján Gunnarsson mun spila í Ivy League með Harvard næsta vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er allt spennandi við þetta,“ segir knattspyrnumaðurinn Kristján Gunnarsson sem er á leið í hinn virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í haust. Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“ Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Kristján er í hópi 4,6% umsækjenda sem tókst að þræða nálaraugað og komast inn í Harvard og það er ekki síst fótboltahæfileikunum að þakka. Fleira spilar þó inn í en Kristján útskrifast frá Verslunarskóla Íslands í vor þar sem hann hefur verið afar virkur í félagsstörfum og náð mjög góðum námsárangri. „Þetta er samt náttúrulega bara ótrúlegt. Ég byrjaði að pæla í þessu fyrir svona tveimur árum og langaði alltaf að komast í toppháskóla en ég hefði aldrei trúað því að ég myndi enda í Harvard,“ segir Kristján. Að minnsta kosti 40 milljóna króna virði Segja má að með fótboltahæfileikum sínum hafi Kristján unnið sér inn 40 milljóna króna vinning ef horft er til þess hvað nám í Harvard kostar, burtséð frá því hvað námsgráða frá skólanum er svo mikils virði að námi loknu. View this post on Instagram A post shared by Soccer and Education USA (@soccerandeducationusa) „Fótboltinn hjálpaði alla vega gríðarlega mikið. Þjálfararnir vildu fá mig inn í skólann og hjálpuðu mér við umsóknarferlið. Íþróttamenn eru mikils metnir í Bandaríkjunum. Það eru eflaust ýmsir með betri einkunnir en ég en félags- og íþróttastörf hjálpuðu mér að skara fram úr,“ segir Kristján sem hefur setið í ýmsum nefndum í Versló og segir það einnig kunna að hafa hjálpað sér að hafa verið á vinnumarkaðnum frá því að hann var í 8. bekk. Nýr þjálfari og stefnan sett hátt Kristján segir stefnuna setta á hagfræðinám. Hann er 18 ára gamall og hefur verið leikmaður Breiðabliks síðustu ár en er þessa dagana að íhuga hvar hann ætlar að spila fótbolta í sumar. Hann var viðloðandi meistaraflokk Blika síðasta sumar og kom inn á í einum bikarleik, í 3-0 sigri á Gróttu. Kristján Gunnarsson náði að spila einn leik með meistaraflokki Breiðabliks á síðustu leiktíð, þá 17 ára gamall.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Næsta vetur mun Kristján svo spila fótbolta í Ivy League þar sem flestir af elítuháskólum Bandaríkjanna tefla fram liði. Þar ætla Harvard-menn sér stærri hluti en undanfarin ár: „Þeir hafa ekki verið neitt sérstakir, svona um miðja deild síðustu ár, en það var að koma nýr þjálfari sem hefur gengið mjög vel þarna úti. Síðan er árangurinn minn og árgangurinn á undan með sterka leikmenn, svo að framtíðin er björt. Þeir ætla sér bara að vinna deildina á næstu árum.“ Yrði sáttur með að spila í Pepsi Max deildinni Kristján er hógvær þegar hann er spurður út í getu sína á fótboltavellinum, kveðst þó fínasti sóknarbakvörður, snöggur og með mikið þol, en hvað vill hann ná langt á því sviði? „Ég stefni ennþá á að ná eins langt og ég get í fótboltanum, ásamt því að það nám sem ég fæ þarna muni nýtast mér allt mitt líf. Ég er ekkert endilega að stefna á atvinnumennsku eða eitthvað slíkt, en yrði bara sáttur með að spila í Pepsi Max-deildinni á Íslandi og nýta gráðuna mína til að gera eitthvað á vinnumarkaðnum.“
Bandaríkin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira