Leit heldur áfram í birtingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 23:18 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. „Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2. Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
„Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2.
Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira