Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:04 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. Johns Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur nú verið saknað í um þrjá sólarhringa á K2. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur en tvær herþyrlur þurftu frá að hverfa í morgun vegna erfiðra veðurskilyrða og lélegs skyggnis. Fjölskylda Johns Snorra segir í tilkynningu að þegar myrkur skelli á í fjallinu, um klukkan 14 að íslenskum tíma, sé vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil. Aðstæður á fjallinu séu virkilega erfiðar og kuldinn mikill. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ er haft eftir Línu Móey, eiginkonu John Snorra, í tilkynningu. Sajid Sadpara, sonur Ali, ætlaði upp á topp ásamt hópnum en sneri við aðfaranótt föstudags þegar hann lenti í vandræðum með súrefniskút. Hann sá þremenningana síðast við flöskuháls í um 8.200 metra hæð, eða um fjögur hundruð metra frá toppnum. Þakklát fyrir allan stuðninginn Fjölskylda Johns Snorra hefur dvalið saman á heimili hans undanfarna daga til að fylgjast með aðgerðum og veita hvert öðru stuðning. Fjölskyldan þakkar jafnframt öllum sem hafa stutt þau á þessum erfiðu tímum; íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands. „Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ er haft eftir Línu Móey. Þá segir hún þetta erfiðan tíma fyrir fjölskylduna og óskar eftir andrými til að takast á við hann. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því á samfélagsmiðlum í morgun að leitarteymið bíði eftir veðurglugga og þá verði haldið til leitar að nýju. Tilkynning fjölskyldu John Snorra í heild: Leit að John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2, undir stjórn pakistanska hersins, hefur staðið yfir í þrjá daga án árangurs. Ljóst er að þegar myrkur skellur á í fjallinu, um 14:00 að íslenskum tíma, er vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil því aðstæður á fjallinu eru virkilega erfiðar og kuldinn mikill. Sjaid Ali Sadpara, sonur Muhammad, sem var einnig hluti af hópnum sem ætlaði á tindinn, er nú kominn til byggða en hann sneri til baka á föstudaginn vegna bilunar í súrefniskút. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ segir Lína Móey, eiginkona John Snorra. Fjölskylda John Snorra hefur verið samankomin á heimili hans til að fylgjast með aðgerðum og til að styðja hvert annað við þessar erfiðu aðstæður. Hún hefur fengið mikinn stuðning frá íslenskum stjórnvöldum sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að leitin sé eins umfangsmikil og hún hefur verið síðustu sólarhringa og komið á góðum samskiptum við stjórnvöld í Pakistan. Fjölskyldan er jafnframt þakklát fyrir mikinn stuðning og hlýhug frá fjölmörgum aðilum. „Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt við okkur, sent okkur hlýjar kveðjur og hvatningarorð. Við erum þakklát íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands fyrir ómetanlegan stuðning og fagmennsku meðan á leitinni hefur staðið. Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ segir Lína Móey. „Þetta er erfiður tími okkur fjölskylduna og við óskum eftir því að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Johns Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur nú verið saknað í um þrjá sólarhringa á K2. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur en tvær herþyrlur þurftu frá að hverfa í morgun vegna erfiðra veðurskilyrða og lélegs skyggnis. Fjölskylda Johns Snorra segir í tilkynningu að þegar myrkur skelli á í fjallinu, um klukkan 14 að íslenskum tíma, sé vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil. Aðstæður á fjallinu séu virkilega erfiðar og kuldinn mikill. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ er haft eftir Línu Móey, eiginkonu John Snorra, í tilkynningu. Sajid Sadpara, sonur Ali, ætlaði upp á topp ásamt hópnum en sneri við aðfaranótt föstudags þegar hann lenti í vandræðum með súrefniskút. Hann sá þremenningana síðast við flöskuháls í um 8.200 metra hæð, eða um fjögur hundruð metra frá toppnum. Þakklát fyrir allan stuðninginn Fjölskylda Johns Snorra hefur dvalið saman á heimili hans undanfarna daga til að fylgjast með aðgerðum og veita hvert öðru stuðning. Fjölskyldan þakkar jafnframt öllum sem hafa stutt þau á þessum erfiðu tímum; íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands. „Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ er haft eftir Línu Móey. Þá segir hún þetta erfiðan tíma fyrir fjölskylduna og óskar eftir andrými til að takast á við hann. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því á samfélagsmiðlum í morgun að leitarteymið bíði eftir veðurglugga og þá verði haldið til leitar að nýju. Tilkynning fjölskyldu John Snorra í heild: Leit að John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2, undir stjórn pakistanska hersins, hefur staðið yfir í þrjá daga án árangurs. Ljóst er að þegar myrkur skellur á í fjallinu, um 14:00 að íslenskum tíma, er vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil því aðstæður á fjallinu eru virkilega erfiðar og kuldinn mikill. Sjaid Ali Sadpara, sonur Muhammad, sem var einnig hluti af hópnum sem ætlaði á tindinn, er nú kominn til byggða en hann sneri til baka á föstudaginn vegna bilunar í súrefniskút. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ segir Lína Móey, eiginkona John Snorra. Fjölskylda John Snorra hefur verið samankomin á heimili hans til að fylgjast með aðgerðum og til að styðja hvert annað við þessar erfiðu aðstæður. Hún hefur fengið mikinn stuðning frá íslenskum stjórnvöldum sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að leitin sé eins umfangsmikil og hún hefur verið síðustu sólarhringa og komið á góðum samskiptum við stjórnvöld í Pakistan. Fjölskyldan er jafnframt þakklát fyrir mikinn stuðning og hlýhug frá fjölmörgum aðilum. „Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt við okkur, sent okkur hlýjar kveðjur og hvatningarorð. Við erum þakklát íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands fyrir ómetanlegan stuðning og fagmennsku meðan á leitinni hefur staðið. Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ segir Lína Móey. „Þetta er erfiður tími okkur fjölskylduna og við óskum eftir því að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55