NBA dagins: Þrjú lið eru aðeins að hrista upp í hlutunum í Vesturdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 16:00 Chris Paul og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns í vegg og veltu en Paul hefur enn á ný komið til liðs og kennt mönnum að vinna. AP/Matt York Utah Jazz, Phoenix Suns og Sacramento Kings hafa öll komið talsvert á óvart á þessu NBA tímabilið og þau unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Utah Jazz er með bestan árangur í allri deildinni eftir fimmtánda sigur sinn í síðustu sextán leikjum. Utah liðið hefur unnið 19 af 24 leikjum sínum og er með 79 prósent sigurhlutfall. Utah vann 103-95 útisigur á Indiana Pacers í nótt þar sem Donovan Mitchell var einu frákasti frá þrennunni en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Chris Paul hefur enn á ný umbreytt liði með komu sinni en Phoenix Suns er að gera miklu betri hluti en flestir bjuggust við. Suns liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics í nótt sem var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento Kings er síðan með ungt og spennandi lið sem hefur verið að minna á sig að undanförnu og sýndi margt með því að vinna bæði Denver Nuggets og LA Clippers um helgina. Kings liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá sigurleikjum þessara þriggja áhugaverðu spútnikliða deildarinnar auk bestu tilþrifa næturinnar í NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 7. febrúar 2021) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Utah Jazz er með bestan árangur í allri deildinni eftir fimmtánda sigur sinn í síðustu sextán leikjum. Utah liðið hefur unnið 19 af 24 leikjum sínum og er með 79 prósent sigurhlutfall. Utah vann 103-95 útisigur á Indiana Pacers í nótt þar sem Donovan Mitchell var einu frákasti frá þrennunni en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Chris Paul hefur enn á ný umbreytt liði með komu sinni en Phoenix Suns er að gera miklu betri hluti en flestir bjuggust við. Suns liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics í nótt sem var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento Kings er síðan með ungt og spennandi lið sem hefur verið að minna á sig að undanförnu og sýndi margt með því að vinna bæði Denver Nuggets og LA Clippers um helgina. Kings liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá sigurleikjum þessara þriggja áhugaverðu spútnikliða deildarinnar auk bestu tilþrifa næturinnar í NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 7. febrúar 2021) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira