Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Vísir/Vilhelm Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira