Loddaranum Önnu Sorokin sleppt úr steininum Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 09:49 Anna Sorokin í dómsal í New York árið 2019. Getty Önnu Sorokin, þýskri konu sem þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York, hefur verið sleppt úr fangelsi. Sorokin var árið 2019 dæmd í fangelsi fyrir umfangsmikinn stuld eftir að hafa svikið rúmlega 200 þúsund Bandaríkjadala, um 25 milljónir króna, úr út bönkum og lúxushótelum. Sorokin var um tíma virk í félagslífi fína fólksins í New York þar sem hún gekk undir nafninu Anna Delvey. Á nokkurra ára tímabili sveik hún fé út úr vinum og fyrirtækjum en hún hafði upphaflega flutt til New York í þeirri von um að opna menningarklúbb. Sextán ára gömul hafði hún flutt frá Rússlandi til Þýskalands til að stunda nám í skóla en hætti stuttu síðar og fluttist til Parísar. Þaðan lá leiðin til New York þar sem svikin hófust. Sorokin var sleppt úr fangelsi í gær og segir í frétt BBC að hún gæti nú átt yfir höfði sér brottvísun úr landi og því verið send aftur til Þýskalands. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd. Fyrir fáeinum mánuðum baðst Sorokin þó afsökunar á gjörðum sínum þegar hún kom fyrir nefnd sem úrskurðar um möguleika fanga á reynslulausn. Anna Sorokin, þá þekkt sem Anna Delvey, á viðburði árið 2014.Getty Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Shonda Rhimes með þætti í vinnslu Saga Sorokin rataði í fjölmiðla árið 2018 eftir mikla umfjöllun New York Magazine. Netflix vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta um mál Sorokin þar sem Shonda Rhimes, konan á bak við Grey‘s Anatomy, kemur meðal annars að framleiðslunni. Í tengslum við framleiðslu þáttanna hefur Sorokin fengið 320 þúsund dala þóknun, sem Insider segir að hún hafi notað til að greiða niður skuldir sínar við banka og upp í aðrar sektargreiðslur. Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Sorokin var um tíma virk í félagslífi fína fólksins í New York þar sem hún gekk undir nafninu Anna Delvey. Á nokkurra ára tímabili sveik hún fé út úr vinum og fyrirtækjum en hún hafði upphaflega flutt til New York í þeirri von um að opna menningarklúbb. Sextán ára gömul hafði hún flutt frá Rússlandi til Þýskalands til að stunda nám í skóla en hætti stuttu síðar og fluttist til Parísar. Þaðan lá leiðin til New York þar sem svikin hófust. Sorokin var sleppt úr fangelsi í gær og segir í frétt BBC að hún gæti nú átt yfir höfði sér brottvísun úr landi og því verið send aftur til Þýskalands. Eftir að upp komst um svikin sagði Sorokin í viðtali við New York Times að hún sæi ekki eftir neinu. Þrátt fyrir að hafa hagnast á svindlinu hafi svikin ekki snúist um peninga, heldur völd. Fyrir fáeinum mánuðum baðst Sorokin þó afsökunar á gjörðum sínum þegar hún kom fyrir nefnd sem úrskurðar um möguleika fanga á reynslulausn. Anna Sorokin, þá þekkt sem Anna Delvey, á viðburði árið 2014.Getty Sorokin laug því á sínum tíma að hún ætti um 60 milljónir Bandaríkjadala í sjóðum í Evrópu og tókst með því að halda uppi dýrum lífsstíl – bjó á dýru hóteli í New York og borðaði á dýrum veitingastöðum. Tókst henni meðal annars að fá um 100 þúsund dala yfirdráttarlán í banka með því að leggja fram fölsuð skjöl um „eignir“ sínar í Evrópu. Shonda Rhimes með þætti í vinnslu Saga Sorokin rataði í fjölmiðla árið 2018 eftir mikla umfjöllun New York Magazine. Netflix vinnur nú að gerð sjónvarpsþátta um mál Sorokin þar sem Shonda Rhimes, konan á bak við Grey‘s Anatomy, kemur meðal annars að framleiðslunni. Í tengslum við framleiðslu þáttanna hefur Sorokin fengið 320 þúsund dala þóknun, sem Insider segir að hún hafi notað til að greiða niður skuldir sínar við banka og upp í aðrar sektargreiðslur.
Bandaríkin Mál Önnu Sorokin Tengdar fréttir Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Þóttist vera þýskur erfingi og sveik út tugi milljóna Hin 28 ára gamla Anna Sorokin var á fimmtudag dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað yfir margra ára tímabil. 11. maí 2019 17:41