„Ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. febrúar 2021 19:01 Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Kristrún Frostadóttir, sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum. Vísir Kristrún Frostadóttir sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan Samfylkingarinnar. Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust voru samþykktir á fulltrúaflokkráðsfundi flokksins í dag. 79 prósent af þeim sem greiddu atkvæði staðfestu listana. Helga Vala Helgadóttir þingmaður leiðir lista flokksins í Reykjarvíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, tekur annað sæti listans. Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir Í Reykjavíkurkjördæmi suður leiðir hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir listann og vermir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður, annað sætið. Kristrún kemur ný inn í flokkinn og mun leggja áherslu á efnahagsmálin fari hún inn á þing. Fjallað hefur verið um ólgu innan flokksins vegna tillögu um efstu sæti listans. Varaþingkonan Jóhann Vigdís Guðmundsdóttir sem sagði sig úr flokknum fyrir helgi gagnrýndi að nýju fólki væri boðið að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Kristrún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég auðvitað bara skil að það eru tilfinningar í spilinu, en auðvitað er það þannig að þetta ferli var þess eðlis að kosið var um það fyrir þó nokkru löngu síðan í rauninni áður en ég skráði mig í þennan flokk,“ segir Kristrún. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar. „Það hvort að fólk er í flokki eða ekki, það er alfarið ákvörðun einstaklingsins hvað varðar til dæmis Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur þá sé ég mjög eftir henni úr flokknum og úr hópnum okkar og vona svo sannarlega að hún endurskoði ákvörðunina og komi aftur til starfa hjá okkur vegna þess að duglegri manneskju er vart hægt að finna,“ segir Hörður. 280 greiddu atkvæði um lista uppstillinganefndar, 79 prósent greiddu með tillögunni og 17,5 prósent gegn henni.Vísir „Auðvitað hefur maður bara skilning á því að fólk vill vinna fyrir flokkinn og mér finnst það bara að mörgu leyti jákvætt,“ segir Kristrún. Eðlilegt að ólga og skoðanaskipti séu í lýðræðislegum flokki Kristrún segir eðlilegt að í lýðræðislegum flokki sé ólga og skoðanaskipti. „Það er bara mjög eðlilegt í lýðræðislegum flokki að fólk hafi skiptar skoðanir. Það er mikill hugur í fólki og við ætlum okkur að gera stóra hluti í þessari kosningabaráttu og það er það sem situr eftir eftir þetta allt saman,“ segir Kristrún. Hörður tekur undir þetta og segist frekar vilja vera í flokki þar sem umræður um málin fara eðlilega fram. „Stjórnmálahreyfing er í eðli sínu þannig uppbyggð að ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast,“ segir Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“ Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust voru samþykktir á fulltrúaflokkráðsfundi flokksins í dag. 79 prósent af þeim sem greiddu atkvæði staðfestu listana. Helga Vala Helgadóttir þingmaður leiðir lista flokksins í Reykjarvíkurkjördæmi norður og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður, tekur annað sæti listans. Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir Í Reykjavíkurkjördæmi suður leiðir hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir listann og vermir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður, annað sætið. Kristrún kemur ný inn í flokkinn og mun leggja áherslu á efnahagsmálin fari hún inn á þing. Fjallað hefur verið um ólgu innan flokksins vegna tillögu um efstu sæti listans. Varaþingkonan Jóhann Vigdís Guðmundsdóttir sem sagði sig úr flokknum fyrir helgi gagnrýndi að nýju fólki væri boðið að skipa þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Kristrún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Vísir Hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég auðvitað bara skil að það eru tilfinningar í spilinu, en auðvitað er það þannig að þetta ferli var þess eðlis að kosið var um það fyrir þó nokkru löngu síðan í rauninni áður en ég skráði mig í þennan flokk,“ segir Kristrún. „Þessi gagnrýni á alveg rétt á sér og í einhverjum tilfellum eru nýliðar teknir fram fyrir, ef við notum það orðalag. En ég hefði kannski frekar kosið að nota orðalagið „nýliðum gefið tækifæri“ ekki á kostnað þeirra sem að fyrir eru heldur til þess að vera með þeim sem fyrir eru,“ segir Hörður J. Oddfríðarson, formaður uppstillinganefndar. „Það hvort að fólk er í flokki eða ekki, það er alfarið ákvörðun einstaklingsins hvað varðar til dæmis Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur þá sé ég mjög eftir henni úr flokknum og úr hópnum okkar og vona svo sannarlega að hún endurskoði ákvörðunina og komi aftur til starfa hjá okkur vegna þess að duglegri manneskju er vart hægt að finna,“ segir Hörður. 280 greiddu atkvæði um lista uppstillinganefndar, 79 prósent greiddu með tillögunni og 17,5 prósent gegn henni.Vísir „Auðvitað hefur maður bara skilning á því að fólk vill vinna fyrir flokkinn og mér finnst það bara að mörgu leyti jákvætt,“ segir Kristrún. Eðlilegt að ólga og skoðanaskipti séu í lýðræðislegum flokki Kristrún segir eðlilegt að í lýðræðislegum flokki sé ólga og skoðanaskipti. „Það er bara mjög eðlilegt í lýðræðislegum flokki að fólk hafi skiptar skoðanir. Það er mikill hugur í fólki og við ætlum okkur að gera stóra hluti í þessari kosningabaráttu og það er það sem situr eftir eftir þetta allt saman,“ segir Kristrún. Hörður tekur undir þetta og segist frekar vilja vera í flokki þar sem umræður um málin fara eðlilega fram. „Stjórnmálahreyfing er í eðli sínu þannig uppbyggð að ef það er ekki ólga þá er ekkert að gerast,“ segir Hörður. „Auðvitað verður alltaf ólga, það verður alltaf spurning um hvað er gert og það sem gert er og eðlilegt að það sé spurt um það. Mér þykir miklu þægilegra að vera í flokki sem að spyr eðlilegra spurninga og tekur síðan afstöðu til málefna, mála og manna eftir lýðræðislegum reglum heldur en að vera kannski í flokki þar sem allt er samþykkt með handauppréttingu, já og húrrahrópum.“
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Tæplega áttatíu prósent lögðu blessun sína yfir framboðslistana Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningar í haust voru samþykktir á fulltrúaráðsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. 13. febrúar 2021 15:35
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38
Uppstillingarnefnd vill Helgu Völu og Kristrúnu í fyrstu sætin í Reykjavík Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar leggur til að Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, skipi fyrsta sæti í Reykjarvíkurkjördæmi norður og að Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur, skipi sama sæti í Reykjarvíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust. 13. febrúar 2021 14:26