Kyssti United merkið þrátt fyrir að vera nýkominn frá Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 10:31 Charlie McNeill skoraði fernu fyrir átján ára lið Manchester United í 4-2 sigri á Manchester City um helgina. Getty/ John Peters Það er ekki alltaf sem leikir í undir átján ára deildinni í enska fótboltanum fá athygli í netmiðlum en ein frammistaða um helgina breytti því snögglega. Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Charlie McNeill var leikmaður Manchester City á síðasta tímabili en fór hann illa með sína gömlu félaga í leik um helgina. McNeill skoraði nefnilega fernu þegar Manchester United vann 4-2 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum. Það er aftur á móti saga Charlie McNeill sem gerir þessar frammistöðu hans enn athyglisverðari. 17-year-old Charlie McNeill scored over 600 goals for Manchester City at youth level.Last year he joined rivals United for $1 million.Today he scored four goals in the U18 derby and celebrated by kissing the United badge pic.twitter.com/1suitXf48N— B/R Football (@brfootball) February 13, 2021 Charlie McNeill er aðeins sautján ára gamall en miðað við markaskor hans fyrir yngri lið Manchester City og Manchester United þá ætti hann að geta látið að sér kveða í framtíðinni. Manchester United sótti hann til Manchester City í sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda eða 179 milljónir íslenskra króna. Upphafsgreiðslan var 750 þúsund pund en hún getur hækkað upp í milljón. McNeill hafði raðað inn mörkum fyrir unglingalið City og þau voru líklegast orðin yfir sex hundruð talsins. McNeill var stuðningsmaður Manchester United þegar hann var yngri. Hann fékk aftur á móti sitt fyrsta tækifæri með liði Manchester City árið 2014 þegar hann komst inn í knattspyrnuakademíu félagsins. Charlie McNeill with a hattrick against his former club and celebrates his first goal by kissing the badge. Top red pic.twitter.com/G4Y0mOC7Ix— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2021 McNeill dreymdi alltaf um að komast aftur til Manchester United og United keypti hann í sumar eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við Juventus og RB Leipzig. Leikurinn um helgina var hans fyrsti leikur á móti sínu gamla félagi og það er óhætt að segja að hann hafi verið maður leiksins. Strákurinn fékk líka mikla ást á netmiðlum fyrir að sýna Manchester United ást sína með því að kyssa félagsmerkið eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Mörkin urðu á endanum fjögur í 4-2 sigri. McNeill ætlaði augljóslega ekki að fylgja þeirri hefð að fagna ekki þegar þú skorar á móti þínum gömlu félögum, þvert á móti, þá lagði hann ofuráherslu á að sýna hvar hollusta hans er í dag. Stuðningsmenn Manchester United fór mjög ánægðir með strákinn og létu ást sína í ljós á netmiðlum. Charlie McNeill er þegar farinn að skapa sér nafn fyrir sín sérstöku fögn eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Man United U18 striker Charlie McNeill this season: Shushed Liverpool after scoring in win Did 'take the L' dance after scoring twice vs. Leeds Kissed the badge after scoring four against former club Man City pic.twitter.com/1eBSoxSQdC— ESPN FC (@ESPNFC) February 13, 2021 McNeill átti líka eftir að bæta við þremur öðrum mörkum en annað markið hans í leiknum kom eftir að hann fylgdi eftir eigin vítaklúðri. McNeill hefur nú skorað tólf mörk í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir átján ár lið en tíu þessara marka hafa komið í síðustu sex leikjum hans. Þetta er önnur ferna leikmanns Manchester United liðsins á stuttum tíma því Joe Hugill skoraði fjögur mörk á móti Liverpool á dögunum og þá var Shola Shoretire með þrennu á móti Blackburn. Það eru því greinilega að koma upp markaskorarar hjá Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira