Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. febrúar 2021 11:25 Svandís Svavarsdóttir, heilbrgiðisráðherra, sést hér ræða við fréttamenn fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í dag. PCR-prófið sem farþegar framvísa á brottfararstað má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Á vef embættis landlæknis þar sem finna má ýmsar spurningar og svör um kórónuveiruna segir eftirfarandi um PCR-próf og hvernig það er framkvæmt hér á landi: Próf til að greina SARS-CoV-2 kórónuveiru er svokallað RT-PCR próf sem er gert á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Læknir metur hvort taka skuli sýni vegna einkenna og framkvæmir sýnatöku. Þetta próf er einnig notað við sýnatöku ferðamanna við komu til landsins og seinni sýnatöku 5 dögum síðar. Prófið leitar að erfðaefni veirunnar og ef það finnst telst prófið jákvætt (en annars neikvætt). Niðurstöður fást á nokkrum klst. eða næsta dag. Þessi breyting á aðgerðum á landamærunum gildir fyrir alla, líka Íslendinga sem koma hingað til lands, og gilda þessar reglur til 30. apríl að óbreyttu. Þá verður áfram krafa um að þeir sem komi hingað til lands fari í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Auk breytingarinnar sem snýr að neikvæða PCR-prófinu og kröfu um slíkt próf verður samkvæmt reglugerðinni farið í að laga ýmis framkvæmdaratriði á landamærunum. Spurð út í hvort einhverjar breytingar verði gerðar varðandi farsóttarhúsin og heimildir til að senda fólk þangað sagði Svandís svo vera. „Og það, að það séu víðtækari heimildir til þess að beita því að fara í farsóttarhús, bæði ef það kemur til þess að viðkomandi getur ekki gefið upp skýran íverustað við sóttkví. Líka ef það kemur í ljós að viðkomandi er með eitthvert af þessum hættulegri afbrigðum af veirunni, að þá verði hægt að beita sóttvarnarhúsi líka. Þannig að þetta eru bara þær breytingar sem við getum gert á grundvelli nýrra laga,“ sagði Svandís en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um breytinguna: Öllum sem koma til landsins frá og með 19. febrúar næstkomandi verður skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar kröfu um tvöfalda skimun. Frá sama tíma verður þeim sem greinast með COVID-19 við skimun á landamærum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í dag og er hún í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra leggur hann einnig til að horfið verði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum á landamærum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Heilbrigðisráðherra fellst ekki á þessa tillögu sóttvarnalæknis að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um framvísun bólusetningarvottorða á landamærum og kröfur sem gerðar eru til þeirra svo gild teljist tók gildi 15. janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa 57 einstaklingar framvísað bólusetningarvottorðum og af þeim vottorðum hefur 9 verið hafnað. Hertar aðgerðir forsenda tilslakana innanlands Ráðherra tekur undir með sóttvarnalækni að staða faraldursins innanlands gefi tilefni til að slaka frekar á takmörkunum innanlands. Það býður hins vegar þeirri hættu heim að ef smit leka frá landamærum gæti ný bylgja faraldursins farið hratt af stað ef litlar takmarkanir verða á samkomum fólks innanlands. Það er því mat ráðuneytisins að rétt sé að bregðast við tillögum sóttvarnalæknis og grípa til tiltekinna ráðstafana á landamærum til viðbótar þeim sem eru nú þegar í gildi til að draga eins og unnt er úr hættunni á því að smit berist gegnum landamærin og inn í samfélagið. Nánar um hertar aðgerðir á landamærum Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í dag. PCR-prófið sem farþegar framvísa á brottfararstað má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Á vef embættis landlæknis þar sem finna má ýmsar spurningar og svör um kórónuveiruna segir eftirfarandi um PCR-próf og hvernig það er framkvæmt hér á landi: Próf til að greina SARS-CoV-2 kórónuveiru er svokallað RT-PCR próf sem er gert á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Læknir metur hvort taka skuli sýni vegna einkenna og framkvæmir sýnatöku. Þetta próf er einnig notað við sýnatöku ferðamanna við komu til landsins og seinni sýnatöku 5 dögum síðar. Prófið leitar að erfðaefni veirunnar og ef það finnst telst prófið jákvætt (en annars neikvætt). Niðurstöður fást á nokkrum klst. eða næsta dag. Þessi breyting á aðgerðum á landamærunum gildir fyrir alla, líka Íslendinga sem koma hingað til lands, og gilda þessar reglur til 30. apríl að óbreyttu. Þá verður áfram krafa um að þeir sem komi hingað til lands fari í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Auk breytingarinnar sem snýr að neikvæða PCR-prófinu og kröfu um slíkt próf verður samkvæmt reglugerðinni farið í að laga ýmis framkvæmdaratriði á landamærunum. Spurð út í hvort einhverjar breytingar verði gerðar varðandi farsóttarhúsin og heimildir til að senda fólk þangað sagði Svandís svo vera. „Og það, að það séu víðtækari heimildir til þess að beita því að fara í farsóttarhús, bæði ef það kemur til þess að viðkomandi getur ekki gefið upp skýran íverustað við sóttkví. Líka ef það kemur í ljós að viðkomandi er með eitthvert af þessum hættulegri afbrigðum af veirunni, að þá verði hægt að beita sóttvarnarhúsi líka. Þannig að þetta eru bara þær breytingar sem við getum gert á grundvelli nýrra laga,“ sagði Svandís en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um breytinguna: Öllum sem koma til landsins frá og með 19. febrúar næstkomandi verður skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar kröfu um tvöfalda skimun. Frá sama tíma verður þeim sem greinast með COVID-19 við skimun á landamærum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í dag og er hún í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra leggur hann einnig til að horfið verði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum á landamærum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Heilbrigðisráðherra fellst ekki á þessa tillögu sóttvarnalæknis að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um framvísun bólusetningarvottorða á landamærum og kröfur sem gerðar eru til þeirra svo gild teljist tók gildi 15. janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa 57 einstaklingar framvísað bólusetningarvottorðum og af þeim vottorðum hefur 9 verið hafnað. Hertar aðgerðir forsenda tilslakana innanlands Ráðherra tekur undir með sóttvarnalækni að staða faraldursins innanlands gefi tilefni til að slaka frekar á takmörkunum innanlands. Það býður hins vegar þeirri hættu heim að ef smit leka frá landamærum gæti ný bylgja faraldursins farið hratt af stað ef litlar takmarkanir verða á samkomum fólks innanlands. Það er því mat ráðuneytisins að rétt sé að bregðast við tillögum sóttvarnalæknis og grípa til tiltekinna ráðstafana á landamærum til viðbótar þeim sem eru nú þegar í gildi til að draga eins og unnt er úr hættunni á því að smit berist gegnum landamærin og inn í samfélagið. Nánar um hertar aðgerðir á landamærum Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Fréttin hefur verið uppfærð.
Próf til að greina SARS-CoV-2 kórónuveiru er svokallað RT-PCR próf sem er gert á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Læknir metur hvort taka skuli sýni vegna einkenna og framkvæmir sýnatöku. Þetta próf er einnig notað við sýnatöku ferðamanna við komu til landsins og seinni sýnatöku 5 dögum síðar. Prófið leitar að erfðaefni veirunnar og ef það finnst telst prófið jákvætt (en annars neikvætt). Niðurstöður fást á nokkrum klst. eða næsta dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira