Ekki ljóst hvort bólusettir geti borið veiruna til landsins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2021 19:30 Sóttvarnalæknir vildi að heilbrigðisráðherra drægi til baka ákvörðun um að undanskilja þá tvöfaldri skimun á landamærunum geti þeir sýnt fram á að þeir hafi verið bólusettir við kórónuveirunni. Ekki liggi fyrir vísindalega séð hvort þeir sem eru bólusettir geti borið veiruna án þess að veikjast og þannig smitað aðra. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun reglugerð um aðgerðir á landamærunum taka gildi á föstudag og gilda til 30. apríl. Reglurnar eru byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Stærsta breytingin er sú að farþegar sem ætla sér til Íslands verði að geta sýnt fram á neikvætt kórónuveiruprófu sem tekið var innan 72 klukkustunda fyrir brottför. Um er að ræða svokallað PCR-próf sem einnig er beitt við skimun á landamærunum. Ráðherra sagði að þeir sem ekki geta sýnt fram á að neikvætt próf eigi ekki að fá að fara um borð í flugvél sem er á leið til Íslands. Þeir sem geta sýnt fram á neikvætt próf þurfa einnig að undirgangast tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema einni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fór fram á að sú ákvörðun yrði dregin til baka að þeir sem eru bólusettir séu undanskildir tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna til landsins. Ísland var eitt af fyrstu ríkjunum til að undanskilja bólusetta frá aðgerðum á landamærum og nú hafa nokkrar Evrópuþjóðir bæst við í hópinn að sögn ráðherra. Telur skynsamlegra að bíða Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki lagt slíkt til þegar sú reglugerðarbreyting tók gildi í janúar. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa fengið covid áður og geta sýnt fram á það með vottorði eru undanþegnir skimun á landamærunum og það verður engin breyting á því. Þeir sem hafa verið bólusettir gegn veirunni hafa verið undanskildir aðgerðum á landamærunum með reglugerð frá því í janúar. Ég vildi taka það til baka því það liggur ekki fyrir vísindalega séð hvort bólusettir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að veikjast og þannig smita aðra. Það er von á slíkum niðurstöðum á næstunni og ég held að það væri skynsamlegt að bíða eftir því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu í morgun að stjórnvöld vildu skoða málið betur og sjá hvernig baráttunni við faraldurinn framvindur áður en frekari ákvörðun verður tekin um þá sem framvísa bólusetningaskírteinum á landamærunum. Þórólfur segist hlíta ákvörðun ráðherrans. Þarf að tryggja landamærin áður en slakað er á Ekkert smit hefur greinst innanlands síðustu fjóra daga og ekkert samfélagssmit verið innanlands í 25 daga. Heilbrigðisráðherra sagðist vænta þess að fá tillögur um frekari tilslakanir frá sóttvarnalækni á næstu dögum og að mögulega yrði ráðist í tilslakanir í næstu viku. Þórólfur vill þó bíða og sjá. „Ég held að við þurfum fyrst að bíða og sjá. Vika tvö rétt að byrja frá því við slökuðum síðast á innanlands. Við þurfum að tryggja landamærin fyrst að mínu mati áður en við förum að slaka frekar á hérna innanlands. Ég ætla að sjá hvað gerist núna í þessari viku,“ segir Þórólfur. Þannig að við eigum ekki von á tillögum frá þér fyrr en í næstu viku? „Eða um helgina kannski næstu, við sjáum bara til.“ Hann segir nýju reglurnar um neikvætt PCR-próf við brottför gera það að verkum að hægt sé að tryggja eins vel og mögulegt er að kórónuveiran rati ekki inn í landið á sama tíma og verið sé að slaka á aðgerðum innanlands. „Og líka í ljósi þess að faraldurinn er í útbreiðslu erlendis og við erum að fá ný afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi. Við þurfum að halda ástandinu eins góðu innanlands þar til við náum ágætis útbreiðslu á bólusetningu innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun reglugerð um aðgerðir á landamærunum taka gildi á föstudag og gilda til 30. apríl. Reglurnar eru byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Stærsta breytingin er sú að farþegar sem ætla sér til Íslands verði að geta sýnt fram á neikvætt kórónuveiruprófu sem tekið var innan 72 klukkustunda fyrir brottför. Um er að ræða svokallað PCR-próf sem einnig er beitt við skimun á landamærunum. Ráðherra sagði að þeir sem ekki geta sýnt fram á að neikvætt próf eigi ekki að fá að fara um borð í flugvél sem er á leið til Íslands. Þeir sem geta sýnt fram á neikvætt próf þurfa einnig að undirgangast tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema einni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fór fram á að sú ákvörðun yrði dregin til baka að þeir sem eru bólusettir séu undanskildir tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna til landsins. Ísland var eitt af fyrstu ríkjunum til að undanskilja bólusetta frá aðgerðum á landamærum og nú hafa nokkrar Evrópuþjóðir bæst við í hópinn að sögn ráðherra. Telur skynsamlegra að bíða Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki lagt slíkt til þegar sú reglugerðarbreyting tók gildi í janúar. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa fengið covid áður og geta sýnt fram á það með vottorði eru undanþegnir skimun á landamærunum og það verður engin breyting á því. Þeir sem hafa verið bólusettir gegn veirunni hafa verið undanskildir aðgerðum á landamærunum með reglugerð frá því í janúar. Ég vildi taka það til baka því það liggur ekki fyrir vísindalega séð hvort bólusettir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að veikjast og þannig smita aðra. Það er von á slíkum niðurstöðum á næstunni og ég held að það væri skynsamlegt að bíða eftir því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu í morgun að stjórnvöld vildu skoða málið betur og sjá hvernig baráttunni við faraldurinn framvindur áður en frekari ákvörðun verður tekin um þá sem framvísa bólusetningaskírteinum á landamærunum. Þórólfur segist hlíta ákvörðun ráðherrans. Þarf að tryggja landamærin áður en slakað er á Ekkert smit hefur greinst innanlands síðustu fjóra daga og ekkert samfélagssmit verið innanlands í 25 daga. Heilbrigðisráðherra sagðist vænta þess að fá tillögur um frekari tilslakanir frá sóttvarnalækni á næstu dögum og að mögulega yrði ráðist í tilslakanir í næstu viku. Þórólfur vill þó bíða og sjá. „Ég held að við þurfum fyrst að bíða og sjá. Vika tvö rétt að byrja frá því við slökuðum síðast á innanlands. Við þurfum að tryggja landamærin fyrst að mínu mati áður en við förum að slaka frekar á hérna innanlands. Ég ætla að sjá hvað gerist núna í þessari viku,“ segir Þórólfur. Þannig að við eigum ekki von á tillögum frá þér fyrr en í næstu viku? „Eða um helgina kannski næstu, við sjáum bara til.“ Hann segir nýju reglurnar um neikvætt PCR-próf við brottför gera það að verkum að hægt sé að tryggja eins vel og mögulegt er að kórónuveiran rati ekki inn í landið á sama tíma og verið sé að slaka á aðgerðum innanlands. „Og líka í ljósi þess að faraldurinn er í útbreiðslu erlendis og við erum að fá ný afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi. Við þurfum að halda ástandinu eins góðu innanlands þar til við náum ágætis útbreiðslu á bólusetningu innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25
Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19
Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15