Raunveruleg hætta á því að heilbrigðiskerfið missi afar verðmæta starfskrafta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. febrúar 2021 09:19 Hætt er við að íslenskt heilbrigðiskerfi verði af starfskröftum kandídata að óbreyttu. Að óbreyttu er hætt við því að íslenskir læknanemar sjái sér ekki hag í því að taka kandídatsárið sitt heima á Íslandi. Það yrði til þess að heilbrigðiskerfið yrði af dýrmætum og nauðsynlegum starfskröftum. Þetta segir Ragnheiður Vernharðsdóttir, sérnámslæknir í augnlækningum í Noregi. Ragnheiður tilheyrir hóp íslenskra sérnámslækna í Noregi og Svíþjóð sem sér fram á að þurfa að endurtaka kandídatsnámið sitt vegna reglubreytinga. Í þeim felst að svokallað kandídatsár mun marka upphaf sérnáms í læknisfræðum en áður var það lokahnykkurinn á grunnáminu. „Ef ekkert verður gert þá þarf ég á einhverjum tímapunkti að taka átján mánuði sem kandídat hér í Noregi til að fá sérfræðingsréttindin,“ segir Ragnheiður, sem þegar hefur klárað starfsnámið hér heima. „Það minnkar starfsaldur minn sem augnlæknir; ég byrja ekki að vinna sem sérfræðingur fyrr en einu og hálfu ári seinna og á þessu eina og hálfa ári er þetta líka mikið tekjutap. Í staðinn fyrir að fá sérfræðingslaun fæ ég kandídatslaun og það er minna en ég hef núna sem sérfræðilæknir,“ segir hún. Neita nú að meta íslenska starsfnámið til jafns við það norska Ragnheiður bendir á að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi löngum stólað á að læknanemar sæktu sérnám erlendis á eigin kostnað og kæmu síðan aftur til að manna heilbrigðiskerfið. Aðeins þrjár sérgreinar væru kenndar hérlendis; bráðalækningar, geðlækningar og heimilislækningar. Hingað til hafi fyrirkomulag námsins verið svipað hér og á hinum Norðurlöndunum, það er sex ára grunnám auk kandídatsárs (starfsnáms) og sérnám í kjölfarið. Þrátt fyrir að kandídatsárið hefði verið tólf mánuðir á Íslandi og átján mánuðir í Noregi, hefði það verið metið að jöfnu. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum, segir Ragnheiður, en árið 2019 tóku nýjar reglur gildi í Noregi þar sem starfsnámið var fært undir sérnámið. Í kjölfar breytinganna neita norsk heilbrigðisyfirvöld að meta starfsnámið á Íslandi til jafns við starfsnámið úti. Samskonar breyting verður á fyrirkomulaginu í Svíþjóð nú í sumar. Ragnheiður segist fyrst hafa heyrt af fyrirhuguðum breytingum árið 2018, þegar hún hafði hafið kandídatsnámið sitt hér heima. Þar sem hún var með norskum manni og hugðist taka sérnámið í Noregi ákvað hún að kynna sér málið en fékk að lokum þær upplýsingar að breytingarnar myndu ekki hafa áhrif á íslenska læknanema. Eftir að hún hóf sérnámið úti í janúar 2020 fór hins vegar að kvisast út að reglur hefðu tekið gildi sem gætu búið til vesen fyrir hópinn. „Þá fór ég að reyna að finna út úr þessu en það var svo sem lítið um svör hér í Noregi líka,“ segir Ragnheiður. „En nú erum við búin að komast að því í sameiningu að þegar við erum búin að sækja um sérfræðingaleyfið þá munum við fá neitun,“ segir hún. Fátt um svör Ragnheiður greindi frá stöðu mála á Instagram í fyrradag og segist hafa fengið mikil viðbrögð frá öðrum læknanemum. Menn séu að ráða ráðum sínum en hún hefur eftir einum í hópnum að norsk stjórnvöld hyggist ekki koma til móts við þennan hóp sem lendir í klemmu. Þó hefur hún það eftir Félagi almennra lækna að einhverjar viðræður séu í gangi. „Það var víst búið að vara við þessu,“ segir Ragnheiður. Ekkert hafi hins vegar verið gert og þá sé fátt um svör nú. Hún segir hættu á því að óbreyttu að íslenskir læknanemar, sem venjulega flakka á milli deilda á heilsugæslum og sjúkrahúsum í starfsnáminu, sjái sér ekki hag í því lengur. „Ef fólk er ákveðið í því að það vill sérhæfa sig erlendis þá skil ég ekki að fólk nenni að eyða heilu kandídatsári á Íslandi og þá fer það bara beint út. Eins og staðan er núna,“ segir hún. „Okkur finnst svolítið eins og það sé verið að gera manni erfitt fyrir... við erum bara að reyna að halda áfram að mennta okkur.“ Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Vernharðsdóttir, sérnámslæknir í augnlækningum í Noregi. Ragnheiður tilheyrir hóp íslenskra sérnámslækna í Noregi og Svíþjóð sem sér fram á að þurfa að endurtaka kandídatsnámið sitt vegna reglubreytinga. Í þeim felst að svokallað kandídatsár mun marka upphaf sérnáms í læknisfræðum en áður var það lokahnykkurinn á grunnáminu. „Ef ekkert verður gert þá þarf ég á einhverjum tímapunkti að taka átján mánuði sem kandídat hér í Noregi til að fá sérfræðingsréttindin,“ segir Ragnheiður, sem þegar hefur klárað starfsnámið hér heima. „Það minnkar starfsaldur minn sem augnlæknir; ég byrja ekki að vinna sem sérfræðingur fyrr en einu og hálfu ári seinna og á þessu eina og hálfa ári er þetta líka mikið tekjutap. Í staðinn fyrir að fá sérfræðingslaun fæ ég kandídatslaun og það er minna en ég hef núna sem sérfræðilæknir,“ segir hún. Neita nú að meta íslenska starsfnámið til jafns við það norska Ragnheiður bendir á að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi löngum stólað á að læknanemar sæktu sérnám erlendis á eigin kostnað og kæmu síðan aftur til að manna heilbrigðiskerfið. Aðeins þrjár sérgreinar væru kenndar hérlendis; bráðalækningar, geðlækningar og heimilislækningar. Hingað til hafi fyrirkomulag námsins verið svipað hér og á hinum Norðurlöndunum, það er sex ára grunnám auk kandídatsárs (starfsnáms) og sérnám í kjölfarið. Þrátt fyrir að kandídatsárið hefði verið tólf mánuðir á Íslandi og átján mánuðir í Noregi, hefði það verið metið að jöfnu. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum, segir Ragnheiður, en árið 2019 tóku nýjar reglur gildi í Noregi þar sem starfsnámið var fært undir sérnámið. Í kjölfar breytinganna neita norsk heilbrigðisyfirvöld að meta starfsnámið á Íslandi til jafns við starfsnámið úti. Samskonar breyting verður á fyrirkomulaginu í Svíþjóð nú í sumar. Ragnheiður segist fyrst hafa heyrt af fyrirhuguðum breytingum árið 2018, þegar hún hafði hafið kandídatsnámið sitt hér heima. Þar sem hún var með norskum manni og hugðist taka sérnámið í Noregi ákvað hún að kynna sér málið en fékk að lokum þær upplýsingar að breytingarnar myndu ekki hafa áhrif á íslenska læknanema. Eftir að hún hóf sérnámið úti í janúar 2020 fór hins vegar að kvisast út að reglur hefðu tekið gildi sem gætu búið til vesen fyrir hópinn. „Þá fór ég að reyna að finna út úr þessu en það var svo sem lítið um svör hér í Noregi líka,“ segir Ragnheiður. „En nú erum við búin að komast að því í sameiningu að þegar við erum búin að sækja um sérfræðingaleyfið þá munum við fá neitun,“ segir hún. Fátt um svör Ragnheiður greindi frá stöðu mála á Instagram í fyrradag og segist hafa fengið mikil viðbrögð frá öðrum læknanemum. Menn séu að ráða ráðum sínum en hún hefur eftir einum í hópnum að norsk stjórnvöld hyggist ekki koma til móts við þennan hóp sem lendir í klemmu. Þó hefur hún það eftir Félagi almennra lækna að einhverjar viðræður séu í gangi. „Það var víst búið að vara við þessu,“ segir Ragnheiður. Ekkert hafi hins vegar verið gert og þá sé fátt um svör nú. Hún segir hættu á því að óbreyttu að íslenskir læknanemar, sem venjulega flakka á milli deilda á heilsugæslum og sjúkrahúsum í starfsnáminu, sjái sér ekki hag í því lengur. „Ef fólk er ákveðið í því að það vill sérhæfa sig erlendis þá skil ég ekki að fólk nenni að eyða heilu kandídatsári á Íslandi og þá fer það bara beint út. Eins og staðan er núna,“ segir hún. „Okkur finnst svolítið eins og það sé verið að gera manni erfitt fyrir... við erum bara að reyna að halda áfram að mennta okkur.“
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira