Fékk ekki að millilenda þrátt fyrir „gulltryggingu með tveimur mótefnamælingum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 23:23 Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð og var á heimleið frá Íslandi í gærmorgun. Henni var hins vegar meinað að millilenda á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir að vera með mótefni gegn covid-19. Getty/samsett Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð. Hún var búin að vera á Íslandi í um tvo mánuði en var snemma í gærmorgun mætt á Keflavíkurflugvöll þar sem hún átti flugmiða heim til Stokkhólms með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hún fékk aftur á móti ekki að fara um borð í vélina til Kaupmannahafnar þar sem hvorugt skjalið sem hún var með í höndunum um að hún væri með mótefni gegn covid-19 var tekið gilt. Annað reyndist of gamalt og hitt of nýtt. „Ég fer bara beint í sjálfsafgreiðsluvélina svona eins og ég er vön að gera, því ég er bara með handfarangur,“ segir Ísold í samtali við Vísi. „Það kom bara error á vélinni og mér sagt að fara að innritunarborðinu, ég fer þangað og sýni þeim þessa villumeldingu sem ég fékk frá vélinni og þær segja að það sé af því ég er að fara til Danmerkur,“ segir Ísold. Mældist með mótefni á Íslandi og í Svíþjóð Ísold starfar í veitingageiranum í Svíþjóð og fékk covid-19 í kringum mánaðamótin október og nóvember í fyrra. Hún var með staðfest skjal með niðurstöðu mótefnamælingar frá Svíþjóð frá því í lok nóvember og nýtt plagg frá Íslandi sem einnig sýndi fram á að hún væri með mótefni. Hún vissi að það væru strangar reglur í Danmörku, líkt og svo víða annars staðar, og taldi sig vera búna að kynna sér vel hvaða reglur væru í gildi. „Ég hafði tékkað á þessu sjálf á mörgum síðum, bæði á sænskum síðum og á dönsku síðunum og á öllum síðum sem mér datt í hug, utanríkisráðuneytið og flugvöllinn sjálfan og SAS sem ég var að fljúga með og allt mögulegt,“ útskýrir Ísold. „Ég hafði fyrst farið í mótefnamælingu 24. nóvember í Svíþjóð og í mótefnamælingunni kom í ljós að ég væri með mótefni þannig að það var ekkert mál að koma til Íslands. En svo núna þegar ég var að fara þá ætla ég að sýna þetta, og af því að í Danmörku að því er ég gat best lesið, þá stóð alls staðar að það var verið að tala um tólf vikur. Tólf vikur væri undantekningin um að vera með neikvætt covid próf við innkomu í Danmörku,“ segir Ísold, en almennt þurfa allir, sem ekki hafa fengið covid-19, að sýna fram á neikvætt PCR-próf sem ekki er eldra en 24 tíma gamalt áður en komið er til Danmerkur. „Þar sem ég var bara að millilenda þá fannst mér ennþá ólíklegra að þetta yrði eitthvað vandamál, af því ég er með mótefni og var aldrei að fara inn í landið þannig að þá fannst mér þetta ennþá skrítnara,“ segir Ísold, en til öryggis ákvað hún að fara aftur í mótefnamælingu á Íslandi. Misvísandi upplýsingar „Þannig að starfsmönnunum á flugvellinum fannst ég alveg að vera að gera allt rétt. Ég væri búin að gulltryggja mig með tveimur mótefnamælingum á mismunandi tímum þannig að þeim fannst þetta sjálfum bara fáránlegt,“ segir Ísold. Hún hafi fengið góða þjónustu hjá starfsmönnum Icelandair á flugvellinum en afstöðu SAS-var ekki haggað um gögnin sem hún hafði uppfylltu ekki reglurnar. „SAS neitar að breyta og flugvöllurinn í Danmörku segir bara nei, að ég megi ekki koma inn, af því að fyrsta prófið mitt er þá of gamalt og nýja prófið mitt er of nýtt. Því þá kom í ljós að það mátti ekki vera eldra en átta vikur og ég var á elleftu vikunni, sem var þó innan þessa tólf vikna ramma sem að ég hélt að ég væri að fara í gegnum, og nýja prófið var of nýtt,“ segir Ísold. Á opinberri heimasíðu danskra stjórnvalda vegna covid-19 segir að þeir sem greinst hafi með covid-19 verði að geta sýnt fram á jákvætt covid-19 próf sem sé í mesta lagi tólf vikna gamalt og ekki nýrra en tveggja vikna gamalt. Þessar upplýsingar virðast í ósamræmi við þær upplýsingar sem Ísold vitnar til hér á undan um að prófið megi ekki vera eldra en átta vikna. Fundu leið með millilendingu í Amsterdam „Annað prófið mitt var of gamalt og hitt var of nýtt. Það var alveg sama, hvað sem tautar og raular. En þær eru samt starfsmenn mánaðarins þessar stúlkur á flugvellinum, þær unnu þrekvirki þarna þegar þær voru að hringja fyrir mig hingað og þangað. Ég hélt að það myndi bara þurfa að senda mig heim. Þær eiga alveg hrós skilið en þær enduðu á að finna einhvern veginn út úr þessu og redduðu mér með Icelandair-vél til Amsterdam í staðinn,“ segir Ísold, en þar gat hún millilent og fengið tengiflug áfram til Stokkhólms. „Þær redduðu mér algjörlega því ég var alveg að sjá fram á það að ég væri að fara að enda aftur í Reykjavík og missa úr vinnu. Því ég átti að mæta í vinnuna núna,“ segir Ísold. Mæla með því að fara ekki í gegnum Danmörku Hún segist hafa orðið vör við umræðu þar sem varað er við því að ferðast í gegnum Danmörku, en möguleikarnir eru ekki margir nú þegar flugsamgöngur til og frá Íslandi eru verulega takmarkaðar. „Fólk virðist núna vera að mæla með því að fara bara alls ekki í gegnum Danmörku. En eins og ég segi, af því ég var með tvær mótefnamælingar og af því ég var innan þessa tólf vikna ramma, þess vegna dreif ég mig að kaupa miða áður en þessar tólf vikur voru búnar þannig mér finnst Danir vera mjög óskýrir með þetta. Sérstaklega skrítið að fólk sem er með mótefni megi ekki einu sinni millilenda á flugvellinum,“ segir Ísold. Þar að auki hafi hún verið að koma frá Íslandi, sem er grænt á kortinu og fá eða engin smit hafa verið að greinast á Íslandi undanfarna daga. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Ég fer bara beint í sjálfsafgreiðsluvélina svona eins og ég er vön að gera, því ég er bara með handfarangur,“ segir Ísold í samtali við Vísi. „Það kom bara error á vélinni og mér sagt að fara að innritunarborðinu, ég fer þangað og sýni þeim þessa villumeldingu sem ég fékk frá vélinni og þær segja að það sé af því ég er að fara til Danmerkur,“ segir Ísold. Mældist með mótefni á Íslandi og í Svíþjóð Ísold starfar í veitingageiranum í Svíþjóð og fékk covid-19 í kringum mánaðamótin október og nóvember í fyrra. Hún var með staðfest skjal með niðurstöðu mótefnamælingar frá Svíþjóð frá því í lok nóvember og nýtt plagg frá Íslandi sem einnig sýndi fram á að hún væri með mótefni. Hún vissi að það væru strangar reglur í Danmörku, líkt og svo víða annars staðar, og taldi sig vera búna að kynna sér vel hvaða reglur væru í gildi. „Ég hafði tékkað á þessu sjálf á mörgum síðum, bæði á sænskum síðum og á dönsku síðunum og á öllum síðum sem mér datt í hug, utanríkisráðuneytið og flugvöllinn sjálfan og SAS sem ég var að fljúga með og allt mögulegt,“ útskýrir Ísold. „Ég hafði fyrst farið í mótefnamælingu 24. nóvember í Svíþjóð og í mótefnamælingunni kom í ljós að ég væri með mótefni þannig að það var ekkert mál að koma til Íslands. En svo núna þegar ég var að fara þá ætla ég að sýna þetta, og af því að í Danmörku að því er ég gat best lesið, þá stóð alls staðar að það var verið að tala um tólf vikur. Tólf vikur væri undantekningin um að vera með neikvætt covid próf við innkomu í Danmörku,“ segir Ísold, en almennt þurfa allir, sem ekki hafa fengið covid-19, að sýna fram á neikvætt PCR-próf sem ekki er eldra en 24 tíma gamalt áður en komið er til Danmerkur. „Þar sem ég var bara að millilenda þá fannst mér ennþá ólíklegra að þetta yrði eitthvað vandamál, af því ég er með mótefni og var aldrei að fara inn í landið þannig að þá fannst mér þetta ennþá skrítnara,“ segir Ísold, en til öryggis ákvað hún að fara aftur í mótefnamælingu á Íslandi. Misvísandi upplýsingar „Þannig að starfsmönnunum á flugvellinum fannst ég alveg að vera að gera allt rétt. Ég væri búin að gulltryggja mig með tveimur mótefnamælingum á mismunandi tímum þannig að þeim fannst þetta sjálfum bara fáránlegt,“ segir Ísold. Hún hafi fengið góða þjónustu hjá starfsmönnum Icelandair á flugvellinum en afstöðu SAS-var ekki haggað um gögnin sem hún hafði uppfylltu ekki reglurnar. „SAS neitar að breyta og flugvöllurinn í Danmörku segir bara nei, að ég megi ekki koma inn, af því að fyrsta prófið mitt er þá of gamalt og nýja prófið mitt er of nýtt. Því þá kom í ljós að það mátti ekki vera eldra en átta vikur og ég var á elleftu vikunni, sem var þó innan þessa tólf vikna ramma sem að ég hélt að ég væri að fara í gegnum, og nýja prófið var of nýtt,“ segir Ísold. Á opinberri heimasíðu danskra stjórnvalda vegna covid-19 segir að þeir sem greinst hafi með covid-19 verði að geta sýnt fram á jákvætt covid-19 próf sem sé í mesta lagi tólf vikna gamalt og ekki nýrra en tveggja vikna gamalt. Þessar upplýsingar virðast í ósamræmi við þær upplýsingar sem Ísold vitnar til hér á undan um að prófið megi ekki vera eldra en átta vikna. Fundu leið með millilendingu í Amsterdam „Annað prófið mitt var of gamalt og hitt var of nýtt. Það var alveg sama, hvað sem tautar og raular. En þær eru samt starfsmenn mánaðarins þessar stúlkur á flugvellinum, þær unnu þrekvirki þarna þegar þær voru að hringja fyrir mig hingað og þangað. Ég hélt að það myndi bara þurfa að senda mig heim. Þær eiga alveg hrós skilið en þær enduðu á að finna einhvern veginn út úr þessu og redduðu mér með Icelandair-vél til Amsterdam í staðinn,“ segir Ísold, en þar gat hún millilent og fengið tengiflug áfram til Stokkhólms. „Þær redduðu mér algjörlega því ég var alveg að sjá fram á það að ég væri að fara að enda aftur í Reykjavík og missa úr vinnu. Því ég átti að mæta í vinnuna núna,“ segir Ísold. Mæla með því að fara ekki í gegnum Danmörku Hún segist hafa orðið vör við umræðu þar sem varað er við því að ferðast í gegnum Danmörku, en möguleikarnir eru ekki margir nú þegar flugsamgöngur til og frá Íslandi eru verulega takmarkaðar. „Fólk virðist núna vera að mæla með því að fara bara alls ekki í gegnum Danmörku. En eins og ég segi, af því ég var með tvær mótefnamælingar og af því ég var innan þessa tólf vikna ramma, þess vegna dreif ég mig að kaupa miða áður en þessar tólf vikur voru búnar þannig mér finnst Danir vera mjög óskýrir með þetta. Sérstaklega skrítið að fólk sem er með mótefni megi ekki einu sinni millilenda á flugvellinum,“ segir Ísold. Þar að auki hafi hún verið að koma frá Íslandi, sem er grænt á kortinu og fá eða engin smit hafa verið að greinast á Íslandi undanfarna daga.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Svíþjóð Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira