Hitti ekkert fyrr en allt var undir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 07:31 Stephen Curry kláraði leikinn gegn Miami Heat fyrir Golden State Warriors. getty/Thearon W. Henderson Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu silfurlið síðasta tímabils, 120-112, eftir framlengdan leik í NBA-deildinni í nótt. Curry hitti illa gegn Miami en fann fjölina sína þegar mest lá við og setti niður tvær þriggja stiga körfur undir lok framlengingarinnar. Hann endaði með 25 stig og ellefu stoðsendingar. Andrew Wiggins og Kelly Oubre skoruðu 23 stig hvor fyrir Golden State. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Steph seals the @warriors OT win. pic.twitter.com/E33zGnIobO— NBA (@NBA) February 18, 2021 Damian Lillard sýndi snilli sína þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126. Lillard skoraði 43 stig auk þess að gefa sextán stoðsendingar. Hann var sérstaklega öflugur undir lokin og skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum. Liðið hefur unnið sex leiki í röð. Zion Williamson skoraði 36 stig fyrir New Orleans. 43 POINTS and 16 DIMES for DAME. The @trailblazers win their 6th in a row as @Dame_Lillard joins Clyde Drexler as the only players with 40+ points and 15+ assists in franchise history! pic.twitter.com/YQJNaz6vpY— NBA (@NBA) February 18, 2021 Utah Jazz hélt sigurgöngu sinni áfram með 96-114 sigri á vængbrotnu liði Los Angeles Clippers. Þetta var níundi sigur Utah í röð en liðið er með besta árangur allra liða í NBA. Donovan Mitchell skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tuttugu fráköst. Lou Williams skoraði sextán stig fyrir Clippers sem var án bæði Pauls George og Kawhis Leonard. 2 3 AND 2 0 for Rudy powers the Jazz to 2 0 -1 in their last 2 1 !@utahjazz x @rudygobert27 pic.twitter.com/XuEuCre8Mj— NBA (@NBA) February 18, 2021 Eftir þrjú töp í röð vann topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, fimm stiga sigur á Houston Rockets, 118-113. Joel Embiid sneri aftur í lið Philadelphia og var með 31 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar. Seth Curry skoraði 25 stig og Tobias Harris var með 24 stig og fimmtán fráköst. 31 PTS 11 REB 9 AST@JoelEmbiid powers the @sixers. pic.twitter.com/Wbw2VDcwJ0— NBA (@NBA) February 18, 2021 Úrslit næturinnar Golden State 120-112 Miami New Orleans 124-126 Portland LA Clippers 96-114 Utah Philadelphia 118-113 Houston Orlando 107-89 NY Knicks Boston 114-122 Atlanta Washington 130-128 Denver Minnesota 128-134 Indiana Chicago 105-102 Detroit Memphis 122-113 Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Curry hitti illa gegn Miami en fann fjölina sína þegar mest lá við og setti niður tvær þriggja stiga körfur undir lok framlengingarinnar. Hann endaði með 25 stig og ellefu stoðsendingar. Andrew Wiggins og Kelly Oubre skoruðu 23 stig hvor fyrir Golden State. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Steph seals the @warriors OT win. pic.twitter.com/E33zGnIobO— NBA (@NBA) February 18, 2021 Damian Lillard sýndi snilli sína þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126. Lillard skoraði 43 stig auk þess að gefa sextán stoðsendingar. Hann var sérstaklega öflugur undir lokin og skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum. Liðið hefur unnið sex leiki í röð. Zion Williamson skoraði 36 stig fyrir New Orleans. 43 POINTS and 16 DIMES for DAME. The @trailblazers win their 6th in a row as @Dame_Lillard joins Clyde Drexler as the only players with 40+ points and 15+ assists in franchise history! pic.twitter.com/YQJNaz6vpY— NBA (@NBA) February 18, 2021 Utah Jazz hélt sigurgöngu sinni áfram með 96-114 sigri á vængbrotnu liði Los Angeles Clippers. Þetta var níundi sigur Utah í röð en liðið er með besta árangur allra liða í NBA. Donovan Mitchell skoraði 24 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 23 stig og tuttugu fráköst. Lou Williams skoraði sextán stig fyrir Clippers sem var án bæði Pauls George og Kawhis Leonard. 2 3 AND 2 0 for Rudy powers the Jazz to 2 0 -1 in their last 2 1 !@utahjazz x @rudygobert27 pic.twitter.com/XuEuCre8Mj— NBA (@NBA) February 18, 2021 Eftir þrjú töp í röð vann topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, fimm stiga sigur á Houston Rockets, 118-113. Joel Embiid sneri aftur í lið Philadelphia og var með 31 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar. Seth Curry skoraði 25 stig og Tobias Harris var með 24 stig og fimmtán fráköst. 31 PTS 11 REB 9 AST@JoelEmbiid powers the @sixers. pic.twitter.com/Wbw2VDcwJ0— NBA (@NBA) February 18, 2021 Úrslit næturinnar Golden State 120-112 Miami New Orleans 124-126 Portland LA Clippers 96-114 Utah Philadelphia 118-113 Houston Orlando 107-89 NY Knicks Boston 114-122 Atlanta Washington 130-128 Denver Minnesota 128-134 Indiana Chicago 105-102 Detroit Memphis 122-113 Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Golden State 120-112 Miami New Orleans 124-126 Portland LA Clippers 96-114 Utah Philadelphia 118-113 Houston Orlando 107-89 NY Knicks Boston 114-122 Atlanta Washington 130-128 Denver Minnesota 128-134 Indiana Chicago 105-102 Detroit Memphis 122-113 Oklahoma
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn