Það er alltaf rétti tíminn Starri Reynisson skrifar 19. febrúar 2021 07:30 Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Utanríkismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar