„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 11:06 FKA Twigs á Brit-verðlaunum í febrúar í fyrra. Getty/Jim Dyson Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína. Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við FKA Twigs í sjónvarpsþættinum CBS This Morning í gær þar sem hún ræddi í fyrsta skipti opinberlega um samband sitt við bandaríska leikarann Shia LeBeouf eftir að hún kærði hann fyrir heimilisofbeldi í desember síðastliðnum. Twigs og LeBeouf voru í sambandi í tæpt ár, frá því um mitt ár 2018 þar til í maí 2019. Í viðtalinu við CBS sagði Twigs að í fyrstu hefði LeBeouf sýnt henni mikla ást og jafnvel of mikla. Hún sagðist telja að hann hefði verið að reyna á mörk hennar; það væri til að mynda dæmi um ákveðið markaleysi að klifra yfir girðinguna heima hjá henni til að skilja eftir blóm fyrir utan útidyrahurðina. watch on YouTube „Hann setti mig á stall, sagði mér að ég væri stórkostleg, sýndi mér alltof mikla ást bara til þess að berja mig svo niður af þeim stalli, segja mér að ég væri einskis virði, gagnrýna mig, hella sér yfir mig og tæta mig í sundur,“ sagði Twigs. Gayle King, einn umsjónarmanna CBS This Morning, spurði Twigs, raunar hikandi og veltandi því fyrir sér hvort spurning væri óviðeigandi, hvers vegna hún hefði ekki farið fyrr frá LeBeouf. „Ég veit að spurningin kemur frá góðum stað en ég ætla bara að taka afstöðu og segja að ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur. Spurningin ætti nefnilega miklu frekar að vera til ofbeldismannsins: Af hverju heldurðu einhverjum í gíslingu með ofbeldi? Fólk segir að þetta geti ekki hafa verið svo slæmt af því þú fórst ekki. En það er málið, vegna þess hversu slæmt þetta var þá gat ég ekki farið,“ sagði Twigs. Vill ekki að aðrir þolendur upplifi sig jafn eina og hún gerði Hún kvaðst hafa ákveðið að segja frá hvernig samband hennar og LeBeouf var svo aðrir þolendur heimilisofbeldis myndu ekki upplifa sig eins eina og hún gerði. Þá hafi líf hennar breyst eftir að hún kærði. „Ég gat ekki afborið þetta lengur. Ég var að brotna. Núna finnst mér eins og ég hafi látið truflunina hans í hans hendur og hún er hans mál.“ Þegar New York Times greindi fyrst frá kæru Twigs sagði LeBeouf í tölvupósti til blaðsins að hann hefði engar afsakanir fyrir alkóhólisma sínum og árásargirni, aðeins réttlætingar. Þá hefði hann komið hrottalega fram við sjálfan sig og alla í kringum sig. Hann leitaði sér í kjölfarið hjálpar en LeBeouf hefur einnig neitað ásökunum Twigs í gegnum talsmenn sína.
Tónlist Heimilisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilisofbeldi Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu. 11. desember 2020 22:28
Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13. desember 2020 09:36