Má bjóða þér klukkstund í viðbót við daginn? Íris Róbertsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:01 „Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Íris Róbertsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
„Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar