Hvar á garðyrkjunámið heima? Berglind Ásgeirdóttir skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Garðyrkja Háskólar Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tæplega tvö ár eru nú liðin frá því að hagsmunafélög garðyrkju á Íslandi óskuðu formlega eftir því að samráð yrði haft um stefnu, mótun og styrkingu starfsmenntanáms í garðyrkju. Tryggja þyrfti framtíð námsins, án togstreitu milli skólastiga og að framtíðarsýn yrði skýr og fagleg. Ákvarðanir teknar í raunverulegu samráði við þá sem starfa við fagið, enda er það þar sem nemendur fara til verknáms og til starfa að námi loknu. Í desember 2020 var fundi fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytis með hagsmunaaðilum aflýst með innan við klukkustundar fyrirvara, óskað eftir þolinmæði og tíma. Til hvers? Nú berast óljósar fréttir af tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) og enn og aftur er aðkoma eða samráð við atvinnulífið ekkert. Erindum um samráð og óskum um fundi er einfaldlega ekki svarað. Það er enn óljóst hvort eina aðstaða á landinu, sem er sérstaklega útbúin og byggð til að þjóna starfsmenntanámi í garðyrkju fylgi náminu til FSu eða hvort LBHÍ eigni sér húsnæðið og landið sem fylgdi garðyrkjunáminu við sameiningu skólanna á sínum tíma. Aðstaða sem var að stórum hluta gjöf til að starfrækja þar garðyrkjunám. Aðstaða sem er m.a. byggð upp af fjárstyrkjum frá garðyrkjubændum og öðrum velunnurum garðyrkjuskólans. Á garðyrkjunám á Íslandi að vera heimilislaust? Garðyrkjunámið er kannski ekki stórt eða merkilegt í huga mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á hvaða grunni á að byggja mikilvæg mál eins og hringrásar hagkerfi, græna innviði, kolefnisbindingu og fæðuöryggi í landinu? Garðyrkjuskólinn er fullkomlega vannýtt auðlind sem þarf að byggja upp og þróa til að þetta sérhæfða og brothætta nám fái að stækka og blómstra í takt við tíðaranda samfélagsins og stóraukna þörf fyrir kunnáttu á sviði ræktunar og umhverfismála. Ef ætlunin er að byggja upp öflugt samfélag sem hefur þekkingu og reynslu til þess að standa að rannsóknum og nýsköpun í garðyrkju þarf fyrst og fremst að sinna grunnnáminu af kostgæfni og breikka þar með þann grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er til lítils að tala um nýsköpun og rannsóknir á sviði garðyrkju ef grunnnáminu er bolað í burtu. Hvað verður um títtnefndar rannsóknir og nýsköpun ef enginn kann raunverulega að rækta? Eðlilega er mikilvægt að halda áfram garðyrkjurannsóknum eins og var einnig áður en Garðyrkjuskólinn var sameinaður LbhÍ. Þær rannsóknir var í góðu samstarfi við atvinnulíf garðyrkjunnar. Það er auðvelt er að leita samstarfs og útfæra það með mörgum mennta- og rannsóknastofnunum innan lands og utan eftir því hvað hæfir hverju verkefni. Ekki verður séð að LbhÍ verði endilega ákjósanlegasti samstarfsaðilinn um þau verkefni. Fjölmörg dæmi eru fyrir árangursríku samstarfi Garðyrkjuskólans við ýmsa aðila. Um árabil var t.d. rekið eitt fræðasetra Háskóla Íslands á Reykjum þar sem 1-2 starfsmenn voru með aðstöðu og unnu að sínum rannsóknum. Það fræðasetur var stofnað áður en Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ. Starfsfólk garðyrkjubrauta er byrjað að týnast í burtu, mannauður sem er nú þegar komin að þolmörkum og ljóst að einstök þekking, reynsla og færni mun tapast ef ekki verður gengið hratt og örugglega til verks. Hver er raunverulegur vilji ráðherra til garðyrkjunámsins? Hvers vegna er atvinnulífið hundsað? Hvenær kemur að því að kerfið þjóni þörfum fagsins en ekki þörfum kerfisins? Hversu lengi enn á að fjalla um starfsmenntanám í garðyrkju án aðkomu þeirra sem hafa menntast í faginu eða þar starfa? Við sem störfum á vettvangi garðyrkju óskum enn og aftur eftir samráði ráðuneytis til að þjóna sem best hagsmunum garðyrkjunámsins og þörfum, nemenda og atvinnulífsins. Höfundur er skrúðgarðyrkjumeistari og formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun