Íslenskir hestar streyma úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2021 15:17 Íslensku hestarnir njóta mikilla vinsælda víða um heim. Vísir/Vilhelm Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hestinum erlendis hefur vaxið hratt. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu. Árið 2019 voru flutt út 1.509 hross frá Íslandi og nemur því aukningin milli ára 53 prósentum. Samanlagt útflutningsverðmæti hrossa frá Íslandi árið 2020 var rúmlega einn og hálfur milljarður króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, hálfum milljarði meiri en 2019. Fara þarf rúmlega tuttugu ár aftur í tímann, eða til ársins 1997 til að finna sambærilegar tölur en þá voru 2.565 hestar fluttir úr landi. Mikil aukningin varð á útflutningi til Bandaríkjanna eða 176 prósent og útflutningur til Bretlands nærri tvöfaldaðist. Íslnadsstofa segir þennan góða árangur mega meðal annars útskýra með markvissu markaðsstarfi Horses of Iceland undanfarin ár. Flest hross fóru að vanda til Þýskalands (974), næstflest til Svíþjóðar (306) og til Danmerkur (271). Athygli vekur að Bandaríkin eru í fjórða sæti (141) en áhugi á íslenska hestinum þar fer ört vaxandi. Fleiri markaðir sækja í sig veðrið. Sviss er í fimmta sæti (135) og jókst útflutningur þangað um 42 prósent milli ára. Fjöldi hesta sem seldur var til Belgíu (43) þrefaldaðist milli ára. Íslandsstofa segir vaxandi eftirspurn í Bretlandi ánægjulega en þangað fór 31 hestur. „Útflytjendur hafa löngum litið Bretlandsmarkað hýru auga vegna nálægðar og náinna tengsla við sterka markaði annars staðar í Evrópu. Strembið hefur reynst að vekja áhuga breskra hestaunnenda á íslenska hestinum vegna ríkra reiðmennskuhefða á stórum hestum, en þetta gæti verið vísbending um breytt viðhorf.“ Einnig fóru íslenskir hestar til nýrra markaðssvæða árið 2020, en þrjú íslensk hross voru flutt til Lettlands í fyrsta skipti. Í heildina voru þetta 314 stóðhestar, 1.015 hryssur og 991 geldingar. Þar af voru 156 fyrstu verðlauna hross. Þetta kemur fram í samantekt WorldFengs - upprunaættbók íslenska hestsins. Hestar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Samanlagt útflutningsverðmæti hrossa frá Íslandi árið 2020 var rúmlega einn og hálfur milljarður króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, hálfum milljarði meiri en 2019. Fara þarf rúmlega tuttugu ár aftur í tímann, eða til ársins 1997 til að finna sambærilegar tölur en þá voru 2.565 hestar fluttir úr landi. Mikil aukningin varð á útflutningi til Bandaríkjanna eða 176 prósent og útflutningur til Bretlands nærri tvöfaldaðist. Íslnadsstofa segir þennan góða árangur mega meðal annars útskýra með markvissu markaðsstarfi Horses of Iceland undanfarin ár. Flest hross fóru að vanda til Þýskalands (974), næstflest til Svíþjóðar (306) og til Danmerkur (271). Athygli vekur að Bandaríkin eru í fjórða sæti (141) en áhugi á íslenska hestinum þar fer ört vaxandi. Fleiri markaðir sækja í sig veðrið. Sviss er í fimmta sæti (135) og jókst útflutningur þangað um 42 prósent milli ára. Fjöldi hesta sem seldur var til Belgíu (43) þrefaldaðist milli ára. Íslandsstofa segir vaxandi eftirspurn í Bretlandi ánægjulega en þangað fór 31 hestur. „Útflytjendur hafa löngum litið Bretlandsmarkað hýru auga vegna nálægðar og náinna tengsla við sterka markaði annars staðar í Evrópu. Strembið hefur reynst að vekja áhuga breskra hestaunnenda á íslenska hestinum vegna ríkra reiðmennskuhefða á stórum hestum, en þetta gæti verið vísbending um breytt viðhorf.“ Einnig fóru íslenskir hestar til nýrra markaðssvæða árið 2020, en þrjú íslensk hross voru flutt til Lettlands í fyrsta skipti. Í heildina voru þetta 314 stóðhestar, 1.015 hryssur og 991 geldingar. Þar af voru 156 fyrstu verðlauna hross. Þetta kemur fram í samantekt WorldFengs - upprunaættbók íslenska hestsins.
Hestar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira