Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2021 13:45 Guðlaugur Þór ávarpaði mannréttindaráðið með þessa stórfínu landslagsmynd í bakgrunni. Vísir/Utanríkisráðuneytið Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira