Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 18:30 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. vísir/Egill Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent