Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 18:30 Gasol lék síðast með Milwaukee Bucks vorið 2019. Hann er nú kominn á heimaslóðir í Katalóníu. Quinn Harris/Getty Images Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. Gasol lék með Börsungum frá árinu 1998 til ársins 2001. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Memphis Grizzlies, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks á annars mögnuðum ferli. Muy feliz de volver a casa. Força Barça! pic.twitter.com/NtfG3UUssE— Pau Gasol (@paugasol) February 23, 2021 Þekktastur er hann fyrir mögnuð ár með Lakers þar sem hann og Kobe Bryant fóru fyrir liðinu sem varð meistari árin 2009 og 2010. Þess má til gamans geta að yngri bróðir hans, Marc Gasol, leikur með Lakers í dag. Alls lék Gasol eldri sex sinnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Var hann einnig valinn nýliði ársins að loknu sínu fyrsta tímabili í deildinni. Gasol hefur einnig verið einkar sigursæll með spænska landsliðinu. Tvívegis hefur liðið farið í úrslit Ólympíuleikanna en tapað og þá nældi liðið í brons árið 2016. Gasol varð heimsmeistari með Spánverjum 2006 ásamt því að hafa unnið EM í körfubolta árin 2009, 2011 og 2015. Hann hefur ekkert spilað síðan samningur hans við Bucks rann út vorið 2019. Gasol hefur verð að glíma við meiðsli undanfarið en er við það að komast í sitt gamla form. Hann mun vera í treyju númer 16 og gildir samningur hans við Barcelona út þetta tímabil. Þá heldur Gasol í vonina um að veraí leikmannahópi Spánar sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. La bienvenida de @NikolaMirotic33 a @paugasol pic.twitter.com/O7oQWd5JOR— Barça Basket (@FCBbasket) February 23, 2021 Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 18 sigra og þrjú töp að loknum 21 leik. Íslensku landsliðsmennirnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Haukur Helgi Pálsson leika allir með liðum í deildinni. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Gasol lék með Börsungum frá árinu 1998 til ársins 2001. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Memphis Grizzlies, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks á annars mögnuðum ferli. Muy feliz de volver a casa. Força Barça! pic.twitter.com/NtfG3UUssE— Pau Gasol (@paugasol) February 23, 2021 Þekktastur er hann fyrir mögnuð ár með Lakers þar sem hann og Kobe Bryant fóru fyrir liðinu sem varð meistari árin 2009 og 2010. Þess má til gamans geta að yngri bróðir hans, Marc Gasol, leikur með Lakers í dag. Alls lék Gasol eldri sex sinnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Var hann einnig valinn nýliði ársins að loknu sínu fyrsta tímabili í deildinni. Gasol hefur einnig verið einkar sigursæll með spænska landsliðinu. Tvívegis hefur liðið farið í úrslit Ólympíuleikanna en tapað og þá nældi liðið í brons árið 2016. Gasol varð heimsmeistari með Spánverjum 2006 ásamt því að hafa unnið EM í körfubolta árin 2009, 2011 og 2015. Hann hefur ekkert spilað síðan samningur hans við Bucks rann út vorið 2019. Gasol hefur verð að glíma við meiðsli undanfarið en er við það að komast í sitt gamla form. Hann mun vera í treyju númer 16 og gildir samningur hans við Barcelona út þetta tímabil. Þá heldur Gasol í vonina um að veraí leikmannahópi Spánar sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. La bienvenida de @NikolaMirotic33 a @paugasol pic.twitter.com/O7oQWd5JOR— Barça Basket (@FCBbasket) February 23, 2021 Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 18 sigra og þrjú töp að loknum 21 leik. Íslensku landsliðsmennirnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Haukur Helgi Pálsson leika allir með liðum í deildinni.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira