Góð þrenna? Búseta, ungt fatlað fólk og Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. febrúar 2021 08:32 „Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar