Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:37 Maðurinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi. Athugasemdir hafa verið gerðar á hendur fleiri læknum hjá HSS. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur greint frá í vikunni komst embætti landlæknis nýverið að þeirri niðurstöðu að læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefði gert röð alvarlegra mistaka í störfum sínum sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings í október 2019. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð án þess að þörf væri á slíkri meðferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur kæra verið lögð fram á hendur lækninum og rannsókn hafin. Læknirinn lét af störfum hjá HSS eftir að landlæknir hóf athugun á störfum hans í nóvember 2019. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, sé starfsleyfaskrá landlæknis skoðuð. Maðurinn starfar hins vegar á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítala í dag. Starfsfólk deildarinnar var í gær upplýst um að hann yrði þar við störf næstu mánuði, sem sé hluti af endurmenntun hans. Hann muni starfa án lækningaleyfis en ekki bera neina læknisfræðilega ábyrgð. Þá segir í skilaboðum til starfsfólks að aldrei hafi borið skugga á störf mannsins fyrr en nú. Farið fram á verulegar úrbætur Embætti landlæknis gaf árið 2017 út skýrslu um HSS þar sem fram kom að gera mætti betur í öllum fjórum þáttum starfseminnar sem tilgreindir voru í skýrslunni. Þannig þótti stefnumörkun og húsnæði ófullnægjandi og umbóta þörf þegar kom að stjórnun, vinnubrögðum og gæðastarfi. Í eftirfylgni embættisins árið 2019 kom fram að stofnunin þyki á réttri leið en jafnframt tilgreint að breytingaferli taki langan tíma. Önnur úttekt átti að vera gerð á síðasta ári en hún frestaðist vegna heimsfaraldurs. Landspítalinn vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur heldur ekki viljað tjá sig en fréttastofa greindi frá því í gær að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni.
Landspítalinn Reykjanesbær Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31