Formannskjör í VR Maríanna Traustadóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:30 VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar