Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 12:23 Fólk bíður í löngum röðum eftir áfyllingum á súerfnistanka í Suður-Ameríku. Þessi mynd var tekin í Perú. AP/Martin Mejia Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Í Brasilíu og Nígeríu, auk annarra ríkja, hafi ekki verið gripið til aðgerða varðandi dræma framleiðslu og birgðir, fyrr en skorturinn var farinn að valda verulegum vandræðum og fólk hafi byrjað að deyja. Samhliða auknum skorti hafi verð hækkað verulega. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að íbúar þessara landa leiti ítrekað á svarta markaði eftir súrefniskútum fyrir fjölskyldumeðlimi sína. Í Brasilíu voru svindlarar til að mynda handteknir eftir að þeir voru að selja gömul slökkvitæki sem þeir höfðu málað sem súrefniskúta. Þá hafa læknar þar í landi þurft að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts. Það er að segja að velja hverjir fá súrefni og hverjir ekki. AP segir það taka um tólf vikur að koma upp súrefnisvinnslu fyrir sjúkrahús og minni tíma að breyta súrefnisframleiðslu til iðnaðar í vinnslu sem hægt sé að nota við heilbrigðisþjónustu. Það hafi ekki verið gert víðast hvar í þeim löndum sem eiga nú í vandræðum. John Nkengasong, sem stýrir aðgerðum WHO í Afríku sagði fréttaveitunni að þörfin í heimsálfunni væri mikil. Smituðum hafi fjölgað töluvert og fólk sé að deyja vegna súrefnisskorts. Sérstaklega fólk með alvarlega lungnabólgu vegna Covid-19. Over 3.9 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.5 million recoveries & 107,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/UEAaedWqmE— WHO African Region (@WHOAFRO) February 24, 2021 Annar sérfræðingur WHO sagði að framleiðslugeta Afríku hefði ekki annað eftirspurn fyrir faraldurinn. Hún hafi aukist en nú sé skorturinn mikill á sérstaklega hreinu súrefni fyrir þá sem eru alvarlega veikir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Nígería Tengdar fréttir Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18 Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00 Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. 19. febrúar 2021 16:18
Slaka á aðgerðum og fá sína fyrstu bóluefnaskammta Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa slakað á takmörkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Bráðsmitandi afbrigði veirunnar hefur herjað á landið sem hefur nú fengið sína fyrstu skammta af bóluefni. 2. febrúar 2021 00:00
Fleiri en 200.000 látnir í Rómönsku Ameríku Tala látinna í Rómönsku Ameríku í kórónuveiruheimsfaraldrinum fór yfir 200.000 manns í gær. Verst er ástandið í Brasilíu og Mexíkó þar sem um 70% dauðsfalla í heimshlutanum til þessa hafa orðið. Nýjum smitum fjölgar enn í löndunum. 2. ágúst 2020 10:00