Gera athugasemd við aukið flækjustig fyrir þá sem vilja ganga í hjónaband Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2021 12:28 Siðmennt hefur áhyggjur af því að ákveðnar tillögur í drögum að frumvarpi til breytinga á hjúskaparlögum muni gera einstaklingum erfiðara fyrir að ganga í hjónaband. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar. Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar.
Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira