Solskjær hefur áhyggjur: Klopp náði að hafa áhrif á dómarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi fá víti á móti Chelsea í gær. Hann hefur áhyggjur af því að dómarar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa United liðinu vítaspynu. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var mjög ósáttur með að fá ekki víti í markalausa jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Solskjær fór svo langt að segja að ef að þetta hafi ekki verið hendi þá væri hann blindur og að saka aðra knattspyrnustjóra í deildinni um að hafa náð að hafa áhrif á dómarana í deildinni. Stuart Attwell, dómari leiks Chelsea og Manchester United í gær, fór og skoðaði atvikið á skjá en ákvað að dæma ekki víti. Boltinn fór vissulega í hendi Callum Hudson-Odoi en dómaranum fannst það ekki nóg til að gefa víti. Man United s Solskjaer concerned refs are influenced by opposition in penalty decisions https://t.co/SxUW2R4xAB— Top Most Popular News (@TPM_NEWS) February 28, 2021 Solskjær talaði um það að hans menn í United liðinu hafi þarna verið rændir tveimur stigum. Solskjær sagði líka að knattspyrnustjórar eins og Klopp hafi náð að hafa áhrif á dómarana þegar kemur að leikjum Manchester United liðsins. Fyrir leik Liverpool og Manchester United fyrr í vetur þá talaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um það að United liðið hefði fengið fleiri víti á sínu tveimur og hálfu ári og hann á öllum fimm og hálfu ári í enska boltanum. United hefur núna fengið átta vítaspyrnur eða tveimur fleiri en Liverpool. Solskjær sagði að þessi orð hafi haft neikvæð áhrif á sitt lið. 'I'm a bit concerned we don't get those penalties' - Solskjaer claims other managers influencing refs after Hudson-Odoi handball https://t.co/Bzg6KKe2Wl pic.twitter.com/mWl6QgvhQw— Independent Sport (@IndoSport) February 28, 2021 „Við áttum að fá víti og það er klárt. Ég hef svolitlar áhyggjur af því að við fáum ekki þessi víti eftir að menn fóru að tala um það fyrir mánuði eða tveimur að við værum að fá öll þessi víti. Þetta er klárlega dæmi um að knattspyrnustjórar eru að ná að hafa áhrif á dómarana sem þeir ættu ekki að gera,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og hann er viss um að orð Jürgen Klopp hafi haft áhrif. „Knattspyrnustjórar eru að hafa áhrif á dómarana. Ég treysti dómurunum að láta þetta ekki hafa áhrif á sig en ég var mjög hissa á þessari ákvörðun,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira